Fara í efni
Pistlar

Sameinast í friðarstund í Hrísey á morgun

Hópur kvenna stendur fyrir viðburði í Hrísey á morgun, sunnudag, þar sem sent verður út friðarákall úr norðri og kallast á við Friðarsúluna í Viðey.

„Sameinumst í friðarstund úti í Hrísey sunnudaginn 6. október. Samveran á sér stað utandyra og því hvetjum við öll til að klæðast eftir veðri og jafnvel að taka með nesti,“ segir í tilkynningu frá hópnum. „Eigum saman notalega stund og sendum hlýjar kveðjur og kærleiksstrauma út í kosmósið. Við munum ganga saman frá ferjunni að áfangastað en eins og flest vita þá er Hrísey sannkölluð orkuperla. Við munum hlýða á bæði hugvekju og söng. Hvetjum öll til að koma og vera með okkur. Kærleikskveðjur.“

Hópurinn mun hittast í ferjunni á bryggjunni á Árskógsströnd. Ferjan fer þaðan kl. 13.30. Hún fer á tveggja tíma fresti og heimferð verður því á valdi hvers og eins. Sundlaugin er opin að því er segir í kynningunni, „þar sem hægt er að láta líða úr sér og njóta, en ekki þjóta...“

Trjárækt nyrðra á 19. öld

Sigurður Arnarson skrifar
01. janúar 2025 | kl. 13:00

Áramótahugleiðingar um list, eldri konur og karlakóra

Rakel Hinriksdóttir skrifar
01. janúar 2025 | kl. 06:00

Prentvillupúkinn leikur lausum hala

Haraldur Ingólfsson skrifar
31. desember 2024 | kl. 20:00

Sviðnir leggir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. desember 2024 | kl. 11:30

Snjóavetur

Jóhann Árelíuz skrifar
29. desember 2024 | kl. 06:00

Liðið sem aldrei lék heimaleik

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. desember 2024 | kl. 13:00