Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Kirkjutröppurnar í notkun á sunnudaginn

Bjarni Bjarnason múrarameistari og hans menn eru að leggja síðustu hönd á efsta hluta kirkjutrappanna. Þeir voru í óða önn að flísaleggja þegar Akureyri.net bar að garði í gær. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Langþráð stund rennur upp næsta sunnudag þegar nýju kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju verða teknar í notkun. Margir bæjarbúar – ef til vill flestir – hafa beðið spenntir og óþreyjufullir vegna þess hve verkið hefur dregist en vonandi taka allir gleði sína á ný þegar leyfi fæst til að drepa þarna niður fæti.

Þegar verkið var upphaflega boðið út var miðað við verklok í október á síðasta ári en framkvæmdir töfðust af margvíslegum ástæðum eins og margoft hefur verið fjallað um.

Hátíðleg athöfn hefst klukkan 16.00 á sunnudaginn, 22. desember, neðan við tröppurnar og að henni lokinni verður boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju, að því er segir á heimasíðu bæjarins.

Þegar Akureyri.net laumaðist upp og niður kirkjutröppurnar í gær voru iðnaðarmenn að koma fyrir grindverki við neðri enda trappanna og múrarar að flísaleggja efsta hlutann.

Man einhver hve margar gömlu kirkjutröppurnar voru? Þær nýju eru jafn margar en margir munu samt örugglega telja þær á sunnudaginn, til öryggis!   

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Eitt sinn voru roskin hjón á Syðri-Brekkunni ung

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
27. september 2024 | kl. 17:00