Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Fermingarbörn færri í ár en í fyrra

Það styttist í fermingar en á Akureyri verður fermt frá páskum og fram í júní. Mynd: Akureyrarkirkja.is

Í ár verða ívið færri börn fermd á Akureyri en í fyrra. Um 100 börn verða fermd í Akureyrarkirkju og 76 börn Glerárkirkju.

„Það eru sjö fermingardagar í boði í Akureyrarkirkju og flest eru börnin í athöfnunum 26. apríl, 31. maí og 7. júní,“ segir Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur við Akureyrarkirkju. Í ár verða um 120 börn fermd bæði í Akureyrarkirkju og kirkjum fram í sveit og eru þau ívið færri en í fyrra.

Lítill árgangur í Þorpinu

„Árgangurinn í ár er mjög lítill í Þorpinu eða um 76 fermingarbörn. En við nýttum því tækifærið og erum að prófa aðeins öðruvísi fermingarfræðslu eins og sólarhringsdans og fræðslumaraþon núna 21. mars þar sem fermingarbörnin dansa og vaka í sólarhring til að safna fyrir vatnsbrunnum í Afríku o.s.frv.,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir, prestur í Glerárprestakalli, við Akureyri.net. Aðalfermingardagarnir þar verða 17. og 25. maí en alls verða fimm fermingarmessur í Glerárprestakalli.

Samtals verða níu fermingarmessur í Akureyrarprestakalli. Í Akureyrarkirkju verða þær eftirfarandi daga: 26.04; 31.05 (kl. 11 og 14); 07.06 (kl. 11 og 14), 08.06 hvítasunna (kl. 11 og 14). Í Möðruvallakirkju verður fermingarmessa 17.04 skírdag kl. 14 og í Grundarkirkju 08.06 hvítasunnu kl. 11.

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Eitt sinn voru roskin hjón á Syðri-Brekkunni ung

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
27. september 2024 | kl. 17:00