Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Fjölmenni gekk nýju kirkjutröppurnar

Myndir: Þorgeir Baldursson

Margmenni kom saman síðdegis þegar nýju kirkjutröppurnar 112 frá Kaupvangstorgi að Akureyrarkirkju voru formlega teknar í notkun við hátíðlega athöfn. Unnið hefur verið að miklum endurbótum á svæðinu og stundin var langþráð í dag þegar gestum og gangandi var loks heimilað að ganga þessa vinsælu leið á ný.

Gömlu tröppurnar voru brotnar niður um mitt síðasta ár og eftir mikla jarðvegsvinnu og alls kyns framkvæmdir var komið fyrir nýjum, steyptum tröppum sem lagðar eru granítflísum, með hita í öllum þrepum og stigapöllum og með nýrri lýsingu í handriði og hliðarpóstum.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, ávarpaði mannfjöldann og lýsti ánægju sinni með nýju tröppurnar. Barnakórar Akureyrarkirkju sungu tvö lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, Ásthildur klippti á borða og síðan var boðið var til skrúðgöngu upp tröppurnar og að kirkjunni – Matthíasarkirkju. Fána- og kyndilberar úr Skátafélaginu Klakki fóru fyrir göngufólkinu undir fögrum orgeltónum sem bárust út í hátíðlega froststilluna úr opinni kirkju. Þar sat Eyþór Ingi Jónsson við orgelið og lék af mikilli list eins og hans er von og vísa.

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Eitt sinn voru roskin hjón á Syðri-Brekkunni ung

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
27. september 2024 | kl. 17:00