Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Klakabúnt á neðsta palli kirkjutrappanna

Klakabúnt á neðsta palli þegar komið er niður kirkjutröppurnar og eftir að handriðið tekur enda. Mynd: Sigurgeir Haraldsson.

Akureyringar fögnuðu skömmu fyrir jól þegar endurnýjaðar tröppur við Akureyrarkirkju voru teknar í notkun við hátíðlega athöfn. Glæsileg framkvæmd sem að vísu tók tímann sinn og tafðist mjög af ýmsum ástæðum. Vegfarendur hafa þó tekið eftir því í vetrarveðrinu að undanförnu að þrátt fyrir snjóbræðslukerfi og auðar tröppur situr klakabúnt á neðsta pallinum, einmitt þar sem handriðið sem liggur eftir miðjum tröppunum endar. Það stendur þó til bóta. 

Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar var ekki hægt að fara í framkvæmdir á neðsta pallinum samhliða tröppuframkvæmdunum, en Sigurður Gunnarsson, verkefnisstjóri nýframkvæmda, segir að farið verði í þetta verk á næstunni. Fram að því verði reynt að halda pallinum hreinum og hálkufríum með hreinsun og söndun. Sigurður segir snjóbræðsluna í tröppunum virka mjög vel og verði gott að ná þessum palli í sömu virkni.

Sigurgeir Haraldsson, pípulagningamaður á eftirlaunum og áhugaljósmyndari, greip til myndavélarinnar þegar hann átti leið um tröppurnar núna í vikunni, áður en sunnanvindurinn og hlákan heimsóttu bæjarbúa. 

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Eitt sinn voru roskin hjón á Syðri-Brekkunni ung

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
27. september 2024 | kl. 17:00