Fara í efni
Umræðan

Viðurkenningar veittar fyrir gott skólastarf

Frá veitingu viðurkenninga fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir framúrskarandi skólastarf. Mynd: akureyri.is.

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar veitti á dögunum nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf. Athöfnin fór fram í Naustaskóla og er markmiðið með viðurkenningunum að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þau sem verða fyrir falinu til að halda áfram á sömu braut. 

Valið á þeim sem hlutu viðurkenningar fór fram að loknu tilnefningaferli þar sem hægt var að tilnefna nemendur, starfsfólk/kennara eða verkefni/skóla sem þóttu hafa skarað fram úr í skólastarfinu á liðnu ári. Valnefnd skipuð fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, fræðslu- og lýðheilsusviði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fóru yfir tilnefningar og völdu sautján einstaklinga/verkefni sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni. 

Viðurkenningar hlutu:

  • Aron Emil Kolbeins, nemandi í Naustaskóla, fyrir mestar framfarir
  • Birta Nótt Kröyer Sveinbjörnsdóttir, nemandi í Hlíðarskóla, fyrir framúrskarandi árangur í félagsfærni og námi
  • Emelía Rán Eiðsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi hæfni í skapandi greinum
  • Guðbjörg Sóley Friðþórsdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir þroskað hugarfar, rökvísi og gagnrýna hugsun
  • Kveldúlfur Snjóki Gunnarsson, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir metnað, ábyrgð, kurteisi og velvild
  • Rebekka Rós Vilhjálmsdóttir, nemandi í Giljaskóla, fyrir jákvæðni og hrós
  • Victoria Irkha, nemandi í Síðuskóla, fyrir jákvæðni og framúrskarandi námsárangur í íslensku
  • Andrea Jónsdóttir, Júlía Birta Baldursdóttir, Katla Ósk Rakelardóttir, Sigurveig Petra Björnsdóttir og Sunnefa Níelsdóttir, starfsfólk á Hreiðrinu í leikskólanum Krógabóli, fyrir framúrskarandi starf
  • Aníta Hrund Harðardóttir, Berglind Hannesdóttir, Stella Bryndís Karlsdóttir og Vala Björt Harðardóttir, kennarar í Naustaskóla, fyrir útiskóla í 1. bekk
  • Eydís Elva Guðmundsdóttir, deildarstjóri í leikskólanum Holtakoti, fyrir framúrskarandi deildarstjórn
  • Hólmfríður Hjördís Guðjónsdóttir, matráður í leikskólanum Iðavelli, fyrir framúrskarandi matarupplifun fyrir börn með sérfæði
  • Inga Huld Pálsdóttir, kennari í Glerárskóla, fyrir framúrskarandi kennsluhætti
  • Karen Jóhannsdóttir og Sveinn Leó Bogason, kennarar í Glerárskóla, fyrir verkefnið Harry Potter þemadagar
  • Linda Rós Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir deildarstjóri, Oddeyrarskóla, fyrir verkefnið Tengjumst í leik
  • Ólöf Inga Andrésdóttir, skólastjóri Síðuskóla, fyrir að búa til gott samfélag fyrir nemendur og starfsfólk
  • Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson, kennarar í Tónlistarskóla Akureyrar, fyrir stjórn blásarasveita tónlistarskólans
  • Stefán Smári Jónsson, kennari í Lundarskóla, fyrir starf með nemendum og nemendaráði

Nánar á akureyri.is.

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45

Glitrum saman – nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir einstök börn á landsbyggðinni

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 06:00

Eitt lítið Naustahverfi á Tjaldsvæðisreitinn?

Þórdís Björg Valdimarsdóttir skrifar
26. febrúar 2025 | kl. 20:45

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
26. febrúar 2025 | kl. 11:45

Værum hluti af svari ESB innan þess

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. febrúar 2025 | kl. 11:00