Fara í efni
Umræðan

Hulduheimar í verkfall ef ekki verður samið

Hulduheimar - Síðusel. Mynd: Facebook

Ef kjarasamningar nást ekki við kennara, hefst verkfall í sjö skólum og fjórtán leikskólum á landsvísu næsta laugardag, 1. febrúar. Hér á Akureyri eru engir grunnskólar í hópi þeirra sem fara í verkfall, en einn leikskóli tekur þátt. Hulduheimar, sem rekur tvær starfsstöðvar, Holtakot í Þverholti og Síðusel í Kjalarsíðu, fer í ótímabundið verkfall um næstu helgi ef samkomulag næst ekki. Í skólanum eru 83 börn.

Óvissan leggst auðvitað alls ekki vel í starfsfólk né foreldra

„Við náttúrlega vitum ekkert meira en það sem við lesum í fjölmiðlum,“ segir Snjólaug Jónína Brjánsdóttir, skólastjóri Hulduheima í samtali við Akureyri.net. „Við bíðum bara átekta. Við létum foreldra vita í október, þegar ákveðið var að verkfall yrði hér í febrúar ef samningar myndu ekki nást fyrir þann tíma.“

„Óvissan leggst auðvitað alls ekki vel í starfsfólk né foreldra,“ segir Snjólaug. „Nú er stuttur tími til stefnu og við búumst kannski ekki alveg við kraftaverkum á þessum dögum. En hér erum við með 83 börn sem verða þá heima frá og með næstu viku ef ekkert breytist.“

Það er samninganefndin sem ákvað það, hvaða skólar fari í verkföll og hvenær, náist ekki samningar við ríkið. „Við kusum um það innanhúss, hvort að við værum samþykk því, að fara í verkfall ef til þess kæmi,“ segir Snjólaug. „Ég ímynda mér að flestar stofnanir hafi samþykkt það. Fagvitund fólks gerir það að verkum að það eru fáir sem skorast undan því að taka slaginn. Við erum að taka þennan slag fyrir börnin líka.“  

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00

Gefum von og söfnum rauðum fjöðrum í vængi vonarinnar

Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Ellen Calmon skrifa
04. apríl 2025 | kl. 09:50

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40

Miklu stærra en Icesave-málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 10:45