Fara í efni
Umræðan

Þórsarar komast áfram með sigri í kvöld

Reynir Róbertsson hefur leikið afar vel með Þórsliðinu undanfarið. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Karlalið Þórs í körfubolta mætir Skallagrímsmönnum í Borgarnesi í kvöld í úrslitakeppni 1. deildarinnar í körfubolta. Með sigri í kvöld komast Þórsarar áfram í undanúrslit; þrjá sigra þarf til þess, Þór hefur þegar unnið tvo leiki en Skallagrímur einn.

Leikirnir hafa allir verið æsispennandi. Skallagrímur vann fyrst í Íþróttahöllinni á Akureyri með tveggja stiga mun, Þórsarar gerðu slíkt hið sama í Borgarnesi og unnu svo heimaleikinn um síðustu helgi með eins stigs mun.

Vinni Skallagrímur í kvöld verður oddaleikur á Akureyri næsta laugardagskvöld.

Leikurinn verður sýndur beint á veo-live rás Skallagríms. Til að horfa þarf að hlaða niður appi í símann og skrá sig inn, en ekkert kostar að horfa.

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15