Naumur sigur KA og markasúpa hjá Þór/KA
![](/static/news/lg/smj-og-ma.jpg)
Tvö af þremur meistaraflokksliðum bæjarins í knattspyrnu spiluðu í Lengjubikarkeppnunum í dag. Karlalið KA mætti Njarðvík í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ, en kvennalið Þórs/KA tók á móti Tindastóli í Boganum. Bæði Akureyrarliðin náðu sér í þrjú stig, en það var mismikið skorað í leikjunum.
Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn í leik Njarðvíkur og KA í riðli 2 í A-deild karla í Lengjubikarkeppninni. Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu og tryggði KA sigurinn.
- A-deild Lengjubikars karla, riðill 2
Njarðvík - KA 0-1 (0-0)
Leikskýrslan
Staðan í riðlinum
KA er í 2. sæti riðilsins með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki liðsins í Lengjubikarnum, en Fram er í efsta sætinu með sex stig eftir tvo sigra.
Mark í Boganum á tíu mínútna fersti
Þór/KA hóf leik í Lengjubikarnum í dag með stórsigri á liði Tindastóls, 9-0. Fimm mörk litu dagsins ljós í fyrri hálfleik og fjögur í þeim seinni. Margrét Árnadóttir og Sandra María Jessen skiptust á að skora mörkin eftir að Karen María Sigurgeirsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir höfðu komið Þór/KA í 3-0. Þegar upp var staðið höfðu Margrét og Sandra María báðar skorað þrennu.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um leikinn, yfirburðir Þórs/KA voru miklir og sýndu stelpurnar reyndar oft og tíðum skemmtilega takta og samspil, og skoruðu falleg mörk.
- A-deild Lengjubikars kvenna, riðill 1
Þór/KA - Tindastóll 9-0 (5-0)
Leikskýrslan
Staðan í riðlinum
Þór/KA, Þróttur og Valur eru öll með þrjú stig eftir fyrstu umferðina í riðli 1.
![](/static/news/xs/sunna-hlin-johannesdottir_270.jpg)
![](/static/news/xs/1738495608_1725975891_hjortur-j-gudmundsson.jpg)
Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?
![](/static/news/xs/franz-arnason.jpg)
Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa
![](/static/news/xs/1737725238_1728845606_hlin-bolladottir.jpg)
Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa
![](/static/news/xs/gunnar-og-sunna.jpg)
Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar
![](/static/news/xs/arnheidur-greinar.jpg)