Fara í efni
Umræðan

Auðveldur skyldusigur Þórs á ungu liði Fram

Garpur Druzin Gylfason markvörður Fram reyndist Þórsurum erfiður í seinni hálfleik. Hann varði nokkrum sinnum frá þeim úr dauðafæri; hér frá Þórði Tandra Ágústssyni, markahæsta Þórsaranum. Línumaðurinn hugðist „klobba“ Framarann en hann var snöggur niður og settist á boltann! Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu stórsigur, 35:23, á liði Fram 2 á heimavelli í gærkvöldi í Grill 66 deildinni í handbolta. Þórsarar eru því efstir í deildinni sem fyrr; hafa nú 18 stig að 10 leikjum loknum, Selfyssingar eru með 16 stig og Víkingar 14.

Þórsliðið missti naumlega af sæti í efstu deild – Olís deildinni – eftir úrslitaeinvígi við Fjölni síðasta vor en stefnir nú hraðbyri upp í deild þeirra bestu. 

Leikurinn í gær var sá fyrsti á þessu ári og raunar sá fyrsti í tæpar sjö vikur. Þórsarar léku síðast um miðjan desember gegn Val á útivelli og síðasti heimaleikur var 7. desember þegar Víkingar komu í heimsókn. 

Sigur Þórs var mjög öruggur í gær, eins og fyrirfram mátti reikna með, en liðið var þó nokkuð frá sínu besta. Leikmenn gerðu það sem þurfti en munurinn hefði orðið miklu meiri hefðu Þórsarar leikið af fullum krafti allan tímann. 

Mörk Þórs: Þórður Tandri Ágústsson 8, Brynjar Hólm Grétarsson 7, Oddur Gretarsson 6, Hafþór Már Vignisson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Þormar Sigurðsson 2, Arnviður Bragi Pálmason 1, Aron Hólm Kristjánsson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1, Heiðmar Örn Björgvinsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 5, Steinar Ingi Árnason 2.

Mörk Fram 2: Arnþór Sævarsson 8, Agnar Daði Einarsson 5, Alexander Bridde Elíasson 4, Theodór Sigurðsson 2, Kristófer Tómas Gíslason 2, Garpur Birgisson 1, Jón Sigurður Bjarnason 1.

Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 10, Breki Hrafn Árnason 3.

Leikskýrslan

Staðan í deildinni

Hafþór Már Vignisson horfir á eftir þrumufleyg á leið í mark Framara. Hann gerði fimm mörk í leiknum. Lengst til hægri er Brynjar Hólm Grétarsson sem skoraði sjö mörk. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45