Fara í efni
Umræðan

Handboltinn flýgur af stað í Höllinni

Oddur Gretarsson flýgur inn í teiginn. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Handboltinn flýgur af stað í Höllinni að nýju í kvöld kl. 18 þegar Þórsarar taka á móti liði Fram-2 í 10. umferð næstefstu deildar, Grill 66 deildarinnar.

Framliðið er sýnd veiði en ekki gefin og skemmst að minnast þess að liðið skákaði öðrum liðum í Grill 66 deildinni í fyrra og endaði í efsta sæti, án þess þó að mega fara upp um deild. Þór vann fyrri viðureign liðanna í vetur naumlega á útivelli, 34-33. Það má því örugglega búast við hörkuleik og spennu í Höllinni í kvöld.

Þórsarar eiga í harðri toppbaráttu í Grill 66 deildinni þar sem þrjú lið, Þór, Selfoss og Víkingur, berjast um að ná efsta sætinu og fara beint upp í Olísdeildina og forðast umspil um annað laust sæti í efstu deild. Þórsarar eru í bestu stöðunni núna, eru jafnir Selfyssingum með 16 stig, en eiga leik til góða. Víkingar eru með 14 stig og hafa leikið tíu leiki eins og Selfyssingar. Þórsarar hafa nú unnið átta leiki í röð í deildinni, en eini tapleikur liðsins kom í 1. umferðinni þegar þeir mættu Víkingi á útivelli 20. september. Þeir hafa því ekki tapað leik í deildinni í meira en fjóra mánuði, en eini tapleikur liðsins í vetur auk deildarleiksins var í bikarkeppninni í nóvember.

  • Grill 66 deild karla í handbolta
    Íþróttahöllin á Akureyri kl. 18
    Þór - Fram-2

Að komast frá mömmu og pabba

Ingibjörg Isaksen skrifar
10. mars 2025 | kl. 11:20

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Drífa Sigfúsdóttir skrifar
09. mars 2025 | kl. 06:00

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45