Fara í efni
Umræðan

Sigur í Borgarnesi og Þórsarar í 5. sæti

Reynir Bjarkan Róbertsson hefur fundið taktinn og skoraði yfir 30 stig annan leikinn í röð þegar Þórsarar unnu Skallagrím í Borgarnesi. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Karlalið Þórs í körfuknattleik vann tíu stiga sigur á botnliði Skallagríms í gærkvöld og er áfram í 5. sæti 1. deildarinnar þegar 17 umferðum af 22 er lokið. 

  • Gangur leiksins: Skallagrímur - Þór (27-29) (16-18) 43-47 (18-25) (21-20) 82-92
  • Byjunarlið Þórs: Andrius Globys, Orri Már Svavarsson, Reynir Bjarkan Róbertsson, Tim Dalger, Smári Jónsson.
  • Staðan í deildinni
  • Ítarleg tölfræði leiksins

Reynir Bjarkan Róbertsson fór yfir 30 stigin annan leikinn í röð, var stigahæstur Þórsara með 32 stig, og hæsta framlagið, 27 framlagsstig, auk þess að stela fjórum boltum. Tim Dalger skorðai 25 stig og Andrius Globys var að venju öflugur í fráköstunum, með 15 slík.

Þór er áfram í 5. sæti deildarinnar eftir leiki 17. umferðarinnar. Fjölnir og Breiðablik fylgja þeim fast eftir, en þessi þrjú lið hafa öll unnið átta leiki og tapað átta. 

Helsta tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar

  • Reynir Bjarkan Róbertsson 32 - 4 - 4 - 27 framlagsstig - 4 stolnir boltar
  • Tim Dalger 25 - 11 - 5
  • Andrius Globys 11 - 15 - 2
  • Orri Már Svavarsson 9 - 5 - 2
  • Veigar Örn Svavarsson 6 - 3 - 0
  • Smári Jónsson 4 - 2 - 4
  • Páll Nóel Hjálmarsson 3 - 0 - 0
  • Andri Már Jóhannesson 2 - 4 - 0

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15