Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils
04. febrúar 2025 | kl. 11:50
Karlalið Þórs í körfuknattleik vann tíu stiga sigur á botnliði Skallagríms í gærkvöld og er áfram í 5. sæti 1. deildarinnar þegar 17 umferðum af 22 er lokið.
Reynir Bjarkan Róbertsson fór yfir 30 stigin annan leikinn í röð, var stigahæstur Þórsara með 32 stig, og hæsta framlagið, 27 framlagsstig, auk þess að stela fjórum boltum. Tim Dalger skorðai 25 stig og Andrius Globys var að venju öflugur í fráköstunum, með 15 slík.
Þór er áfram í 5. sæti deildarinnar eftir leiki 17. umferðarinnar. Fjölnir og Breiðablik fylgja þeim fast eftir, en þessi þrjú lið hafa öll unnið átta leiki og tapað átta.
Helsta tölfræði leikmanna Þórs, stig/fráköst/stoðsendingar