Fara í efni
Umræðan

Þörf á nýrri hugsun og nýrri nálgun

Kæru Akureyringar

Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma. Við lifum á miklum breytingatímum og má líkja samtímanum við vísindaskáldsögu. Á svoleiðis tímum þarf nýja hugsun og nýja nálgun. Öryggistilfinningin eða þráin eftir henni gæti fengið fólk til að kjósa með óttanum en ekki hjartanu. Kjósendum gæti jafnvel dottið í hug að það væri öruggast að kjósa fjórflokkinn eða eitthvað enn verra?

Kjósandi góður hafðu það hugfast að listi kattaframboðsins og tilvera hans er enginn tilviljun. Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er umdeildur maður og það er mjög gott fyrir stjórnmálamann að vera það. Að vera umdeildur og þola áreitið sem því fylgir. Akureyri er fæðingabær minn og þar átti ég fallega og skemmtilega barnæsku. Akureyri er er einn af fallegustu bæjum sem fyrirfinnst og auk þess í besta bæjarstæði á landinu og ekki má gleyma að hann er staðsettur í einum fallegasta firði á jörðinni. Akureyri er Los Angeles Íslands og það gleður mig að ég er einmitt staddur í Los Angeles í Californiu um þessar mundir að passa tvo ketti. Akureyri er fjölskyldu-, menninga- og skólabær, en hann er líka miklu meira. Hann er kattabær, skíðabær, sumarbær og vetrarparadís. Ég vil að Akureyri verði Paradís fyrir listamenn að búa í því þar sem listamenn eru slær hjartað. En ég vil líka leiðinlegu, samanherptu, þröngsýnu hatarana úr bænum. Burt með þetta lið. Húsnæðisvandinn og margur annar vandi gæti lagast eftir kosningar þegar kattaframboðið tekur yfir bæjarstjórninni og hatararnir flytja úr bænum. Þá verður líka gaman. Mjög gaman. Kjósum skemmtilega og fallega framtíð, Kjósum með hjartanu, kjósum K.

Snorri Ásmundsson er oddviti kattaframboðsins ásamt kettinum Reykjavík.

Uppbygging Akureyrarflugvallar hefur aukið lífsgæði íbúa

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:10

Heimur á villigötum

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 22:00

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00