Fara í efni
Umræðan

Síðuskóli orðinn að Réttindaskóla UNICEF

Frá athöfninni í Síðuskóla þegar skólinn hlaut viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Myndin er úr myndaalbúmi skólans frá athöfninni.

Síðuskóli fékk fyrr í vikunni viðurkenningu sem „Réttindaskóli UNICEF“ við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Áður hafa tveir grunnskólar og fimm leikskólar á Akureyri fengið sams konar viðurkenningu. 

Nemendur Síðuskóla söfnuðust saman á sal til að hlýða á dagskrá í tilefni af viðurkenningunni, þar sem boðið var upp á söng og ræður nemenda og gesta. Nánar er sagt frá athöfninni í máli og myndum á vef Síðuskóla.


Að lokinni dagskrá á sal Síðuskóla og afhendingu viðurkenningarinnar var fáni Réttindaskóla UNICEF dreginn að húni við skólann. Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir frá athöfninni. Mynd: Síðuskóli.

Akureyri.net fjallaði um Réttindaskóla UNICEF og hvað í þessari nafnbót felst í frétt í lok júní þegar þrír leikskólar á Akureyri, Krógaból, Kiðagil og Hulduheimar fengu sínar viðurkenningar. 

Í frétt Síðuskóla segir meðal annars:

Réttindaskóli UNICEF (e. Child Right Schools) er hugmyndafræði og hagnýtt verkefni fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálanum eins og hann er iðulega nefndur, og miðar að því að auka virðingu, vernd og framkvæmd mannréttinda.

Þegar skóli gerist Réttindaskóli ákveður hann að skuldbinda sig við að gera réttindi barna að raunveruleika eftir bestu getu. Skóli, frístundaheimili og félagsmiðstöð eru jafnir samstarfsaðilar í verkefninu og er það gert með það að markmiði að setja barnið sem einstakling í miðju verkefnisins. Vinna með Barnasáttmálann hefur bein áhrif á líf barna og er mikilvægt að sú vinna fljóti sem mest milli allra þeirra uppeldisstofnanna sem barnið sækir.

Réttindaráð leiðir innleiðingu Réttindaskóla- og frístundar og hittist að minnsta kosti tvisvar í mánuði. Meðlimir ráðsins eru umsjónarmenn í skóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð, tvö börn úr hverjum árgangi og fulltrúi foreldra/forsjáraðila. Réttindaráð Síðuskóla hefur unnið að þessari nafnbót undanfarin tvö ár.

Þrír grunnskólar og fimm leikskólar

Giljaskóli hlaut þessa viðurkenningu fyrstur skóla á Akureyri árið 2020 og svo endurmat árið 2023. Það ár hlaut Naustaskóli einnig þessa viðurkenningu, ásamt leikskólunum Iðavelli og Klöppum. Leikskólarnir Krógaból, Kiðagil og Hulduheimar bættust svo í hópinn í sumar og nú síðast Síðuskóli. 

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00

Gefum von og söfnum rauðum fjöðrum í vængi vonarinnar

Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Ellen Calmon skrifa
04. apríl 2025 | kl. 09:50

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40

Miklu stærra en Icesave-málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 10:45