Fara í efni
Umræðan

Samstöðuganga kennara verður í dag

Félagsmenn Kennarasambands Íslands (KÍ) á Akureyri og nágrenni fara í samstöðugöngu í dag, þriðjudag 12. nóvember, vegna kjaradeilu KÍ við viðsemjendur.

Safnast verður saman við Rósenborg og gengið af stað kl. 16.45. Gengið verður að Ráðhústorgi þar sem til máls taka Jónína Hauksdóttir, varaformaður KÍ, Daníel Freyr Jónsson, kennari við VMA, og Hólmfríður Þorgeirsdóttir, kennari í Lundarskóla. Lundarskóli er meðal níu skóla þar sem verkfallsaðgerðir standa nú yfir. 

„Með þessari göngu viljum við hvetja til þess að samningar náist sem fyrst og með þátttöku sýnum við það í verki. Öll sem telja sig málið varða og vilja styðja kennara og þá kröfu KÍ að fjárfesta í kennurum eru hjartanlega velkomin með í gönguna,“ segir í tilkynningu.

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00