Fara í efni
Umræðan

Verkfall í VMA, MA og Tónlistarskólanum

Verkfall kennara í framhaldsskólunum tveimur á Akureyri, MA og VMA, og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefst á miðnætti. 

Kennarasamband Íslands samþykkti í dag innanhússtillögu ríkissáttasemjara, samninganefndir sveitarfélaga og ríkis höfðu frest til klukkan tíu í kvöld að samþykkja tillöguna eða hafna, en óskuðu eftir fresti til hádegis á morgun. Því er ljóst að samningar nást ekki fyrir miðnætti og boðað verkfall hefst þá.

Samþykki ríki og sveitarfélög innanhússtillöguna fyrir hádegi á morgun, föstudag, hefst kennsla á ný í skólunum á mánudag.

Vefur MA

Vefur VMA

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40

Miklu stærra en Icesave-málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 10:45

Stækkum Skógarlund!

Elsa María Guðmundsdóttir skrifar
26. mars 2025 | kl. 12:30