Fara í efni
Umræðan

Lið MA í Gettu betur komið í undanúrslit

Lið Menntaskólans á Akureyri stóð sig sannarlega vel í sjónvarpssal RÚV í kvöld og er komið í fjögurra liða undanúrslit. Frá vinstri: Kjartan Valur Birgisson, Árni Stefán Friðriksson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir. Mynd: Skjáskot af RÚV

Lið Menntaskólans á Akureyri er komið í undanúrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.  Lið skólans keppti í kvöld á móti liði Menntaskólans við Sund og hafði betur. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.  Heil rúta af stuðningsfólki keyrði suður í dag til að hvetja liðið áfram í sjónvarpsal og er á leið til baka til Akureyrar.

Sigur MA  í kvöld þýðir að skólinn er einn af fjórum skólum sem komnir eru í undanúrslit og keppir um að komast alla leið í úrslit. Eftir viku mætir lið MA liði Fjölbrautarskólans við Ármúla en Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn í Reykjavík eru einnig komnir í undanúrslit. 

Lið Menntaskólans á Akureyri samanstendur af þeim Árna Stefáni Friðrikssyni, Kjartani Vali Birgissyni og Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur. Á heimasíðu Menntaskólans á Akureyri má sjá nánari samantekt á viðureign kvöldsins

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45

Glitrum saman – nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir einstök börn á landsbyggðinni

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 06:00

Eitt lítið Naustahverfi á Tjaldsvæðisreitinn?

Þórdís Björg Valdimarsdóttir skrifar
26. febrúar 2025 | kl. 20:45

Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair?

Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
26. febrúar 2025 | kl. 11:45

Værum hluti af svari ESB innan þess

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. febrúar 2025 | kl. 11:00