Fara í efni
Umræðan

Samningi Halldórs þjálfara KA sagt upp

Halldór Stefán Haraldsson lætur af starfi þjálfara meistaraflokks karla í handbolta hjá KA. Mynd af vef KA.

Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að segja upp samningi við Halldór Stefán Haraldsson, þjálfara karlaliðs félagsins. Þetta var tilkynnt í kvöld.

„Eftir krefjandi vetur tók stjórn deildarinnar þá erfiðu ákvörðun að gera breytingar á þjálfarateyminu. KA vill þakka Halldóri innilega fyrir hans störf, en hann hefur lagt líf og sál í liðið síðastliðin tvö ár og sinnt starfinu af heilindum og virðingu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

„Leit að nýjum þjálfara er hafin og verður frekari frétta að vænta á næstu vikum,“ segir ennfremur.

Halldór Stefán hefur þjálfað KA-menn í tvö ár. Á síðasta ári endaði liðið í áttunda sæti deildarinnar og féll úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir verðandi Íslandsmeisturum FH. Í vetur varð KA í níunda sæti og komst ekki í úrslitakeppnina.

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00

Það er vá fyrir dyrum – Börnin okkar

Svava Þ. Hjaltalín skrifar
06. apríl 2025 | kl. 20:30

Hin raunverulega byggðastefna

Jón Þór Kristjánsson skrifar
05. apríl 2025 | kl. 06:00

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00