Fara í efni
Umræðan

Ráðstefna um kennslu og gæði hennar í HA

Gæði kennslu á Norðurlöndunum hafa verið rannsökuð. Ráðstefna verður haldin í Háskólanum á Akureyri þar sem niðurstöðurnar verða ræddar í erindum og málstofum. Mynd: unsplash/tim gouw

Ráðstefna um gæði kennslu verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 5. apríl. Grunnurinn að efni ráðstefnunnar er ný bók sem hefur komið út um niðurstöður rannsóknar á gæðum kennslu á Norðurlöndunum, Quality in Nordic Teaching (QUINT). „Rannsóknin var yfirgripsmikil og sneri að gæðum kennslu í skólastarfi, tengslum fræða og starfs, starfsþróun og kennaramenntun á Norðurlöndum,“ segir Guðmundur Engilbertsson deildarforseti Kennaradeildar HA sem skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar.

„Skoðað var hvað einkennir góða kennsluhætti og hvernig þeir geta haft áhrif á árangur nemenda og einnig hvar tækifæri felast til að gera betur og ná auknum árangri í kennslu,“ segir Guðmundur ennfremur. „Í rannsókninni hefur safnast gríðarmikið af gögnum sem hafa hjálpað okkur að átta okkur á gæðum kennslu í mörgum lykilþáttum sem stuðla að farsæld og árangri í námi.“

Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru:

  • Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Háskóla Íslands
  • Birna María Svanbjörnsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri
  • Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri
  • Jóhann Örn Sigurjónsson, verkefnastjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Rúnar Sigþórsson, prófessor emeritus

Ívar Rafn Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri, verður ráðstefnustjóri. Haldnar verða sjö málstofur þar sem ráðstefnugestum gefst færi á því að taka þátt í umræðum um efni ráðstefnunnar. Það þarf að skrá sig, en allar upplýsingar má finna á heimasíðu HA.

 

Skjáskot af bæklingi um dagskrá ráðstefnunnar. HÉR má skoða allan bæklinginn og nánari upplýsingar um erindin og málstofurnar.

Hin raunverulega byggðastefna

Jón Þór Kristjánsson skrifar
05. apríl 2025 | kl. 06:00

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00

Gefum von og söfnum rauðum fjöðrum í vængi vonarinnar

Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Ellen Calmon skrifa
04. apríl 2025 | kl. 09:50

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40