Fara í efni
Umræðan

Hvers vegna að tileinka sér gervigreind?

Gervigreind er til umfjöllunar í nýjum þætti hlaðvarpsins Forysta og samskipti sem kominn er í loftið. Umsjónarmaður er sem fyrr Sigurður Ragnarsson forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri (HA) og stjórnenda- og forystuþjálfari og gestir hans að þessu sinni dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar HA, og Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri gervigreindar við HA, einn fremsti sérfræðingur landsins á þessu sviði. Magnús Smári er lesendum Akureyri.net að góðu kunnur fyrir pistla um gervigreind.
 
Í þættinum er farið út um víðan völl gervigreindar en sjónum sérstaklega beint að notkun hennar og hvernig hún getur nýst stjórnendum og forystufólki. 
 
 
Komið er inná þætti er varða mannleg samskipti, tilfinningagreind, siðferði og hvernig gervigreind getur hjálpað við að taka betri ákvarðanir. Einnig er innleiðing gervigreindar rædd og hvernig hún getur gagnast að bæta samskipti á vinnustöðum. Komið er inná allskonar pælingar, eins og stafræna föstu, hreinskilni gervigreindar, sem og hver framtíðarþróunin verður. 
 

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45

Samfélagssáttmáli íbúa um samfélagsmiðlanotkun- og skjátíma barna

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
07. apríl 2025 | kl. 19:00