Fara í efni
Umræðan

Mega bjóða doktorsnám í sálfræði og kennslufræði

Háskólinn á Akureyri. Mynd: www.unak.is

Nú má Háskólinn á Akureyri bjóða upp á doktorsnám í sálfræði og menntavísindum, en heimild þess efnis barst frá ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar í vikunni. Fyrir hefur skólinn heimild til að bjóða upp á doktorsnám á sex fræðasviðum.

Áslaug Ásgeirsdóttir rektor fagnar þessum áfanga. „Þessar viðurkenningar eru frábærar fréttir fyrir Háskólann á Akureyri og staðfesting á því góða starfi sem unnið hefur verið í uppbyggingu doktorsnáms við háskólann. Einnig er þetta staðfesting á að mikil vinna starfsfólks við að búa sig undir viðurkenningarferlið skilaði árangri,“ segir hún í frétt á vef HA.

Það er mikil vinna sem liggur að baki þessu leyfi, en Kennaradeild og Sálfræðideild ásamt Miðstöð doktorsnáms báru þungann af vinnunni, segir í fréttinni. Háskólinn á Akureyri er nú með viðurkenningu til doktorsnáms á átta fræðasviðum, auk þeirra nýju var fyrir heimild til doktorsnáms í félagsfræði, hjúkrunarfræði, líftækni, lögfræði, sjávarútvegs- og fiskeldisfræði og viðskiptafræði. 

Hér má lesa fréttina á vef Háskólans á Akureyri.

10 atriði varðandi símabann í skólum

Skúli Bragi Geirdal skrifar
07. mars 2025 | kl. 14:00

Þetta snýst nú á endanum um bílastæði

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
05. mars 2025 | kl. 14:00

Fagnaðarskref – dropinn holar steininn

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. mars 2025 | kl. 20:00

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?

Karl Guðmundsson skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 15:45

Glitrum saman – nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir einstök börn á landsbyggðinni

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir skrifar
28. febrúar 2025 | kl. 06:00

Eitt lítið Naustahverfi á Tjaldsvæðisreitinn?

Þórdís Björg Valdimarsdóttir skrifar
26. febrúar 2025 | kl. 20:45