Maddie og Baldur Örn mikilvægust hjá Þór
![](/static/news/lg/thor_mfl.kkogkvk.jpg)
Maddie Sutton og Baldur Örn Jóhannesson voru verðlaunuð á lokahófi körfuknattleiksdeildar Þórs á laugardag sem mikilvægustu leikmenn liða Þórs á nýafstöðnu keppnistímabili.
Kvennalið Þórs fór sem kunnugt er í úrslitaleik bikarkeppninnar, VÍS-bikarsins. Liðið endaði í 7. sæti Subway-deildarinnar, en mátti játa sig sigrað gegn Grindvíkingum í átta liða úrslitum. Karlalið Þórs tók mikið stökk frá slökum árangri í fyrra, náði 5. sæti 1. deildarinnar, sigraði Skallagrím í oddaleik í átta liða úrslitum, en laut í lægra haldi gegn ÍR-ingum í undanúrslitum í umspili um laust sæti í efstu deild.
Tilkynnt var um verðlaunahafa liðanna á lokahófi á laugardagskvöldið:
- Mikilvægasti leikmaður: Maddie Sutton
- Besti varnarmaður: Eva Wium Elíasdóttir
- Efnilegasti leikmaður: Emma Karólína Snæbjarnardóttir
- Mikilvægasti leikmaður: Baldur Örn Jóhannesson
- Besti varnarmaður: Jason Gigliotti
- Efnilegasti leikmaður: Reynir Róbertsson
Þrjú fengu viðurkenningu fyrir að hafa náð 100 leikja markinu, þau Eva Wium Elíasdóttir, Karen Lind Helgadóttir og Baldur Örn Jóhannesson.
Nánar á vef félagsins.
![](/static/news/xs/sunna-hlin-johannesdottir_270.jpg)
![](/static/news/xs/1738495608_1725975891_hjortur-j-gudmundsson.jpg)
Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?
![](/static/news/xs/franz-arnason.jpg)
Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa
![](/static/news/xs/1737725238_1728845606_hlin-bolladottir.jpg)
Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa
![](/static/news/xs/gunnar-og-sunna.jpg)
Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar
![](/static/news/xs/arnheidur-greinar.jpg)