Fara í efni
Umræðan

Kaffiveitingar í dag, kosningavökur í kvöld

Alþingishúsið við Austurvöll. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.

Flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis verða með heitt á könnunni að vanda á hátíðisdegi sem þessum, og án efa eitthvert gott bakkelsi að auki. Í kvöld verða svo kosningavökur hér og þar um bæinn. Þetta eru þær samkomur sem Akureyri.net er kunnugt um:

Flokkur fólksins – Kosningakaffi klukkan 15.00 til 18.00 á Hótel KEA og kosningavaka á sama stað um kvöldið.

Framsóknarflokkurinn – Kosningakaffi verður í Lionssalnum, Skipagötu 14, frá klukkan 14.00 til 17.00. Kosningavaka verður svo á kosningaskrifstofunni, gamla Pósthúsbarnum, frá klukkan 22.00.

Miðflokkurinn – Kosningaskrifstofa flokksins er á 2. hæð Glerárgötu 20, þar sem verða kaffiveitingar á milli klukkan 13.00 og 16.00. Um kvöldið verður kosningavaka á sama stað, hún hefst klukkan 20.30.

Píratar – Skrifstofan á Ráðhústorgi er opin frá klukkan 10.00. Kosningavaka Pírata verður á Ketilkaffi í Listasafninu frá klukkan 20.00 til 01.00. Tónlist og veitingar, ljóðalestur, DJ Vélarnar spila – og „óvæntar uppákomur“ eins og Píratar orða það.

Samfylkingin – Kosningakaffi frá klukkan 14.00 til 17.00 í Hafnarstræti 22, þar sem Örkin hans Nóa var til húsa. Kosningavaka verður svo í húsnæði Samfylkingarinnar í Sunnuhlíð frá klukkan 20.00.

Sjálfstæðisflokkurinn – Kosningaskrifstofan er á jarðhæðinni í Glerárgötu 28, þar sem verða kaffiveitingar frá klukkan 14.00. Kosningavaka verður á sama stað frá klukkan 20.00.

Sósíalistaflokkur Íslands – Kosningakaffi verður á veitingastaðnum Shanghai við Strandgötu. Þar verður opnað klukkan 12. Kosningavaka verður í beinu framhaldi á sama stað og mun standa til klukkan 2 eftir miðnætti skv. tilkynningu.

VG – Kosningamiðstöð Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Brekkugötu 7 verður opin frá klukkan 10.00 til 17.00, þar sem veitingar verða í boði. Kosningavaka hefst á sama stað klukkan 20.00.

Viðreisn – Kosningakaffi frá klukkan 15.00 til 17.00 á skrifstofunni við Gránufélagsgötu - í Sjallahúsinu. Kosningavaka á sama stað í kvöld.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00