Fara í efni
Umræðan

Bætt þjónusta í velferðarmálum á Akureyri okkar allra

Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggur Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri áherslu á að áfram verði tryggð góð þjónusta við fatlað fólk og eldri borgara og að Akureyrarbær verði leiðandi í lausnum á sviði velferðartækni. Ég hef setið í velferðarráði Akureyrarbæjar síðastliðin fjögur ár og hef því orðið töluverða innsýn í málaflokkinn. Hann er mér afar hugleikinn og ég legg ekki einungis áherslu að áfram verði tryggð góð þjónusta heldur að hún verði enn betri.

Þjónustuna bætum við mest með því að framkvæma þjónustukannanir, þar sem ánægja notenda þjónustunnar er skoðuð, ásamt því að eiga samráð og samtal við hagsmunahópa á borð við samráðshóp um málefni fatlaðs fólks og öldungaráð. En það er ekki nóg að framkvæma þjónustukannanir. Niðurstöður slíkra kannana þarf að nýta til úrbóta á þeim sviðum sem þörf er á. Sama má segja um samráðið og samtalið við hagsmunahópana. Við þurfum að bæta þjónustuna í samræmi við það sem hóparnir leggja áherslu á.

Ánægju með til að mynda heimaþjónustu, aðgengismál og ferliþjónustu ætti að vera einfalt að kanna. En það eru þættir sem þurfa einfaldlega að vera í lagi. Í dag eru á þeim ákveðnir vankantar sem við þurfum að sníða af. En hvernig getum við sniðið þá af ef við vitum ekki hverjir þeir eru?

Sama má segja um þjónustu við fötluð börn, foreldra þeirra og systkini. Hvernig er sú þjónusta sem þessir einstaklingar fá, hvað er það sem þarf að bæta? Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp stóðu fyrir mjög svo gagnlegum og góðum fundi með okkur frambjóðendum nú í aðdraganda kosninga. Þar voru raddir foreldra fatlaðra barna mjög háværar. Þeir kölluðu ákaft eftir betri þjónustu fyrir börnin sín, til að mynda bætt búsetuúrræði, fleiri og fjölbreyttari tómstundarúrræði og sumarúrræði. Þetta ákall berst mér ekki til eyrna í velferðarráði og því er nauðsynlegt að kanna stöðuna, taka málin fyrir og gera úrbætur. Láta verkin tala.

Það er mér hjartans mál að samtal og samráð sé haft við notendur þjónustunnar. Í velferðarráði hef ég talað fyrir því að við framkvæmum þjónustukannanir og nýtum niðurstöður þeirra til úrbóta. Við í Sjálfstæðisflokknum munum leggja okkur fram um að vinna að aðgerðum og lausnum í þessum málaflokki sem og öðrum. Markmið okkar er að vera vakin og sofin yfir velferð íbúa á Akureyri okkar allra.

Lára Halldóra Eiríksdóttir skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Sjóðir bundnir landsvæðum til að styðja við nýsköpun og skapandi greinar

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
21. nóvember 2024 | kl. 10:00

Akureyrarbær stendur við sitt

Ásthildur Sturludóttir skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 15:45

Lægri fjármagnskostnaður, er krónan góð fyrir landsbyggðirnar?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 10:00

Örugg skref um allt land

Logi Einarsson skrifar
20. nóvember 2024 | kl. 06:00

Frjálslynd Viðreisn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna Júlíusdóttir skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 14:20