Fara í efni
Umræðan

Afmælisgjöf Reykjafells „sem himnasending“

Fulltrúar Reykjafells og Verkmenntaskólans á Akureyri þegar gjöfin var formlega afhent.

„Það er alveg meiriháttar að fá þessa gjöf og kemur sér afar vel,“ segir Guðmundur Geirsson, kennari við rafiðndeild Verkmenntaskólans á Akureyri á vef skólans, um gjöf sem Reykjafell afhenti deildinni með formlegum hætti síðastliðinn í tilefni 40 ára afmælis skólans. Um er að ræða ýmsar gerðir af stýriliðum og stýribúnaði „sem kemur heldur betur að góðum notum í kennslu í stýringum í rafniðndeildinni,“ að því er segir á vef skólans.

„Reykjafell er rótgróið fyrirtæki á sviði raf- og lýsingarbúnaðar á fyrirtækjamarkaði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík en einnig er stór starfsstöð á Akureyri og raunar var fyrirtækið að opna nýja starfsstöð sína á Akureyri sl. föstudag að Baldursnesi 6a, þar sem Tengir var áður til húsa. Í nýja húsinu er vítt til veggja og mun rýmra en áður um bæði starfsmenn og viðskiptavini. Áður var Reykjafell í húsnæði á Óseyri,“ segir á vef VMA. 

Að gjöfinni standa annars vegar Reykjafell og framleiðandi búnaðarins Eaton. Kennarar við deildina veittu gjöfinni viðtöku og þá voru þessar myndir teknar.

Sem himnasending

Guðmundur Geirsson segir að eldri búnaður hafi verið orðinn gamall og úr sér genginn og því hafi verið sem himnasending að fá þennan nýja búnað í kennsluna. Annar kennari við rafiðndeildina, Björn Hreinsson, hefur lengi unnið ötullega að því að endurnýja þennan búnað og fékk hann Reykjafell til liðs við deildina. Stór hluti búnaðarins kom í hús sl. vor og þá unnu kennarar að því að koma honum fyrir eftir kúnstarinnar reglum upp á 40 stórar plötur og er hver og einn nemandi með sína plötu þegar þeir eru að læra inn á þessar stýringar. Lokið var við að setja plöturnar upp í haust áður en kennsla hófst. Fimmtán minni stýriplötur voru líka settar upp með dýrari búnaði og ganga þær á milli nemenda í kennslustundunum.

„Ég held að sé ekki hægt að orða það öðruvísi en að þetta sé algjör bylting og það er sannarlega ástæða til þess að þakka þeim Reykjafellsmönnum alveg sérstaklega við þennan höfðinglega stuðning,“ segir Guðmundur Geirsson.

Á vef VMA segir síðan:

Þetta er fjarri því í fyrsti skipti sem Reykjafell hefur stutt við bakið á rafiðnbrautinni í VMA. Árið 2012 gaf fyrirtækið VMA Instabus eða KNX er forritanlegt raflagnakerfi. Árið 2017 raf Reykjafell úttektarmæli af gerðinni KEW 6016 frá Kyoritsu og árið eftir ýmsan búnað að upphæð kr. 100 þúsund.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00