Fara í efni
Pistlar

KA-menn spyrntu sér af botninum með sigri

Dagur Árni Heimisson fagnar mikilvægum sigri í gær;  hann fór hamförum í sókninni, gerði 13 mörk úr 14 skotum og átta fjórar stoðsendingar að auki. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

KA-menn fóru úr fallsæti efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta, Olísdeildarinnar, með sigri á HK í KA-heimilinu í gærkvöldi. Einu marki munaði í lokin, 35:34. Eftir tapið er HK neðst í deildinni.

Leikurinn var hnífjafn fyrsta korterið en eftir það náði KA þriggja marka forystu, gestirnir minkuðu muninn reyndar niður í eitt mark aftur en KA-strákarnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.

KA byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og náði fljótlega fimm marka forskoti, 18:13, og voru í þægilegri stöðu lengi vel, en HK-ingar sýndu klærnar og náðu að  jafna, 25:25, þegar 12 mín. voru eftir. KA-menn spýttu þá í lófana og komust fjórum mörkum yfir en hristu gestina þó ekki almennilega af sér fyrr en í blálokin. Dagur Árni Heimisson, sem fór hamförum í sókninni – gerði 13 mörk úr 14 skotum og átti að auki fjórar stoðsendingar – tryggði sigurinn með marki þegar 17 sekúndur voru eftir – kom KA þá í 35:33. HK gerði síðasta markið þremur sek. fyrir leikslok.

Mörk KA: Dag­ur Árni Heim­is­son 13, Bjarni Ófeig­ur Valdi­mars­son 10 (2 víti), Kamil Pedryc 4, Logi Gauta­son 3, Pat­rek­ur Stef­áns­son 3, Ott Varik 2.

Var­in skot: Nicolai Horntvedt Kristen­sen 14 (35%).

Mörk HK: Sig­urður Jef­fer­son Guar­ino 9, Andri Þór Helga­son 8, Hjört­ur Ingi Hall­dórs­son 4, Ágúst Guðmunds­son 3, Leó Snær Pét­urs­son 3, Kári Tóm­as Hauks­son 3, Aron Dag­ur Páls­son 3, Hauk­ur Ingi Hauks­son 1.

Var­in skot: Jov­an Kukobat 7, Ró­bert Örn Karls­son 1.

Nicolai Horntvedt Kristensen stóð fyrir sínu í marki KA í gærkvöldi og varði 14 skot. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson

Öll tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

Glæsilegri en Glæsibær

Orri Páll Ormarsson skrifar
18. október 2024 | kl. 13:30

Tré og upphaf akuryrkju í heiminum

Sigurður Arnarson skrifar
16. október 2024 | kl. 09:09

Ylfingur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. október 2024 | kl. 11:30

Hús dagsins: Aðalstræti 13

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2024 | kl. 20:00

Ellefu bækur í jólagjöf

Jóhann Árelíuz skrifar
13. október 2024 | kl. 06:00

Hryllilega skemmtileg hryllingsbúð

Rakel Hinriksdóttir skrifar
12. október 2024 | kl. 18:00