Fara í efni
Pistlar

Stelpurnar í KA/Þór taka á móti HK í toppslag

Stelpurnar í KA/Þór taka á móti toppliði HK í dag í Grill66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn hefst kl. 15.00 í KA-heimilinu.

HK hefur unnið alla þrjá leikina til þessa og er með sex stig, Afturelding er með fimm stig eftir stórsigur á Berserkjum í gærkvöldi og KA/Þór er einnig með fimm stig að loknum þremur leikjum. Liðið færi á toppinn með sigri í dag.

„Það er ótrúlega góð stemning í hópnum,“ segir Jónatan Magnússon, þjálfari KA/Þórs, við Akureyri.net. „Við spiluðum hörkuleik við Aftureldingu í annarri umferðinni; liðið lék mjög vel í 45 mínútur og það voru vonbrigði að gera jafntefli. HK vann svo Aftureldingu þannig að við þurfum hörku frammistöðu til þess að ná í stigin tvö og við lofum baráttu  og leikgleði; það er það sem við ætlum að sýna í hverjum einasta leik,“ segir þjálfarinn og biðlar til fólks um að mæta á leikinn og styðja við bakið á stelpunum.

Einmana

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
20. desember 2024 | kl. 10:00

Helgiþinur og leyndarmálið sem hann geymir

Sigurður Arnarson skrifar
18. desember 2024 | kl. 13:00

Búrið

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
16. desember 2024 | kl. 11:30

Innilaugin

Jóhann Árelíuz skrifar
15. desember 2024 | kl. 06:00

Vikið frá ófrávíkjanlegri reglu

Orri Páll Ormarsson skrifar
13. desember 2024 | kl. 10:30

Kaniltré

Sigurður Arnarson skrifar
11. desember 2024 | kl. 09:00