Fara í efni
Pistlar

KA Íslandsmeistari 2. flokks í knattspyrnu

Dagbjartur Búi Davíðsson fyrirliði KA tók við Íslandsbikarnum í kvöld og réð sér eðlilega ekki fyrir kæti, frekar en liðsfélagarnir, þegar hann hóf bikarinn á loft. Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA-menn urðu Íslandsmeistarar 2. aldursflokks í knattspyrnu í fyrsta skipti í kvöld þegar þeir sigruðu Stjörnuna 2:1 á heimavelli. 

Þórir Hrafn Ellertsson kom KA í 1:0 eftir hálftíma leik en Stjarnan jafnaði undir lok fyrri hálfleiks þegar einn KA-strákanna varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Þeir voru þó ekki lengi að taka gleði sína á ný vegna þess að áður en hálfleikurinn var flautaður af náði Breki Hólm Baldursson að skora og þegar upp var staðið var það markið sem tryggði sigur KA í leiknum og þar með Íslandsmeistaratitilinn.

ÍSLANDSMEISTARARNIRAftari röð frá vinstri: Hermann Ágúst Tryggvason, Þórir Hrafn Ellertsson, Almar Örn Róbertsson, Bjarki Fannar Helgason, Máni Dalstein Ingimarsson, Kristján Breki Pétursson, Agnar Óli Grétarsson, Ívar Arnbro Þórhallsson, Gabriel Lukas Freitas Meira, Dagbjartur Búi Davíðsson, Indriði Ketilsson, Jóhann Mikael Ingólfsson, Halldór Ragúel Guðbjartsson og Egill Daði Angantýsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Snorri Kristinsson, Markús Máni Pétursson, Hjörtur Freyr Ævarsson, Breki Hólm Baldursson, Sindri Sigurðarson, Árni Veigur Árnason, Andri Valur Finnbogason, Valdimar Logi Sævarsson og Mikael Breki Þórðarson.

  • Algengt er í 2. aldursflokki, þeim næst elsta á Íslandsmótinu á eftir meistaraflokki, að fleiri en eitt félag tefli fram sameiginlegu liði. Öll 10 sem léku í 3. og síðustu lotu A-deildar 2. flokks eru til dæmis þannig saman sett.
  • Til að gæta fyllstu nákvæmni er rétt að taka fram að Íslandsmeistararnir eru sameiginlegt lið KA, Dalvíkur, Magna á Grenivík, KF í Fjallabyggð og Hattar á Egilsstöðum og andstæðingurinn í kvöld var sameiginlegt lið Stjörnunnar, KFG og Álftaness.

Leikskýrslan

Lokastaðan

Einmana

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
20. desember 2024 | kl. 10:00

Helgiþinur og leyndarmálið sem hann geymir

Sigurður Arnarson skrifar
18. desember 2024 | kl. 13:00

Búrið

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
16. desember 2024 | kl. 11:30

Innilaugin

Jóhann Árelíuz skrifar
15. desember 2024 | kl. 06:00

Vikið frá ófrávíkjanlegri reglu

Orri Páll Ormarsson skrifar
13. desember 2024 | kl. 10:30

Kaniltré

Sigurður Arnarson skrifar
11. desember 2024 | kl. 09:00