Einmana
20. desember 2024 | kl. 10:00
Þórsarar fá Selfyssinga í heimsókn í kvöld í Grill66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Flautað verður til leiks kl. 19.00.
Lið Þórs og Selfoss eru bæði með fjögur stig að loknum þremur leikjum eins og Hörður frá Ísafirði. Öll hafa unnið tvo leiki en tapað einum. Víkingur og Fram eru bæði með sex stig, Víkingar eftir þrjá leiki en Fram2 að loknum fjórum leikjum.
Þórsarar unnu Fram 2 í síðasta leik í Reykjavík, sigruðu Val 2 þar áður heima en töpuðu með eins marks mun fyrir Víkingum í fyrstu umferðinni á útivelli.