Fara í efni
Svavar Alfreð Jónsson

Kirkjutröppurnar tilbúnar fyrir árslok

Myndir af vef Akureyrarbæjar

Framkvæmdum við nýju kirkjutröppurnar neðan Akureyrarkirkju ætti loks að ljúka fyrir árslok. Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnunni og bæjarbúar fylgst spenntir með framvindunni.

Akureyri.net hefur ekki fengið svör við spurningum um gang mála upp á síðkastið en ítarleg umfjöllun var birt á vef sveitarfélagsins í morgun.

Á vef Akureyrarbæjar segir í morgun:

„Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á vinnu við nýjar kirkjutröppur á Akureyri en nú er fátt sem getur komið í veg fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir árslok.

Það sem helst hefur tafið fyrir verkinu eru miklar lekaskemmdir sem komu í ljós í veggjum og þaki undir gömlu tröppunum þar sem áður voru almenningssalerni. Þannig hafa tímamörk hjá ýmsum sem að verkinu komu riðlast og víxlverkun einstakra verkþátta leitt til enn frekari tafa.

Byggt var yfir neðsta hluta vinnusvæðisins.

Til að tryggja framgang verksins hefur nú verið tjaldað yfir þann hluta þar sem framkvæmdir standa yfir hverju sinni og er sá hluti upphitaður. Iðnaðarmenn munu á næstu dögum og vikum fikra sig smám saman upp að kirkjunni sjálfri þar til verkinu lýkur.

Nú þegar eru þrír neðstu hlutar kirkjutrappanna tilbúnir að mestu, búið að líma granítskífur á þrepin, og að því búnu verða hellur lagðar á stigapallana, komið upp lýsingu í handriðum og stallarnir þökulagðir. Verið er að undirbúa gangsetningu á snjóbræðslukerfi og fljótlega verður skýlið sem er yfir þremur neðstu stigunum tekið í burtu og gengið frá svæðinu umhverfis tröppurnar. Skýlið verður síðan fært ofar og þannig unnið áfram koll af kolli þar til efsta þrepi er náð.

Gamli stígurinn að Sigurhæðum.

Meðfram þessum framkvæmdum við kirkjuströppurnar hefur stígur frá þeim til suðurs að Sigurhæðum verið endurgerður og búið er að setja upp trausta girðingu með lýsingu við austurbakka gönguleiðarinnar sem gat verið varasöm í hálku og bleytu.

Á sama tíma hafa einnig verið miklar framkvæmdir við Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og tengist sú framkvæmd að hluta framkvæmdum við kirkjutröppur þar sem gönguleið upp að Eyrarlandsvegi verður endurgerð og sett handrið við hluta hennar.

Kirkjutröppurnar eru stór hluti af bæjarmynd Akureyrar og Akureyrarkirkja eitt helsta kennileiti bæjarins. Það er því til mikils að vinna að þetta svæði fái notið sín sem best.

Nýi stígurinn að Sigurhæðum.

Bæjarbúum er þökkuð sú biðlund og sá skilningur sem þeir hafa sýnt framkvæmdaaðilum sem mætt hafa ófyrirséðum hindrunum við að ljúka endurbótum á kirkjutröppunum samkvæmt upphaflegri tímaáætlun. Telja má víst að þegar upp verður staðið verði nýjar kirkjutröppur hin mesta bæjarprýði og stolt fólksins sem bæinn byggir.“

Granítskífur á þrepum trappanna
  •  
Granítskífur á þrepum trappanna
  •  
Granítskífur á þrepum trappanna
  •  
Granítskífur á þrepum trappanna

Granítskífur á þrepum trappanna.

Vinna við Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.

Jólakvöld séra Svavars Alfreðs

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
23. desember 2024 | kl. 12:30

Orðhákar og töfralausnir

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
14. nóvember 2024 | kl. 08:30

Meðhjálparinn

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
07. nóvember 2024 | kl. 10:30

Karlakór í Kalabríu – II

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. október 2024 | kl. 11:00

Karlakór í Kalabríu – I

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
29. október 2024 | kl. 09:30

Eitt sinn voru roskin hjón á Syðri-Brekkunni ung

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
27. september 2024 | kl. 17:00