Fara í efni
Umræðan

VMA: Listnám í fyrsta skipti í kvöldskóla

Á haustönn 2024 býður Verkmenntaskólinn á Akureyri í fyrsta skipti upp á listnám í kvöldskóla. Þetta verður tveggja anna nám og hefur það að markmiði að opna heim sjónlista fyrir nemendum og búa þá sem það kjósa undir nám á háskólastigi á sviði skapandi greina sem byggja á sjónlistagrunni. Námið verður á tveimur önnum, haust- og vorönn, og telur í það heila ríflega 70 einingar.

Á vef skólans segir að námið verði þannig byggt upp að á hvorri önn verði tvær átta vikna námslotur. Í hvorri námslotu verða kenndir fjórir áfangar, þar af þrír verklegir og einn bóklegur. Kennt verður þrjá daga vikunnar, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 16:15-20:55. Um kennsluna sjá kennarar á listnáms- og hönnunarbraut VMA.

Innritunargjald í námið er kr. 106.000 kr. á 1. önn og kr. 82.500 á 2. önn

Eins og hér kemur fram er æskilegt að nemendur hafi lokið stúdentsprófi eða öðru námi á 3. þrepi, séu komnir áleiðis í námi eða hafi annan undirbúning sem gæti talist sambærilegur. Verði námsumsóknir fleiri en nemapláss verður horft til fyrra náms og annars undirbúnings við inntöku.

Frá sýningu nemenda VMA í Ketilhúsinu, sem er hluti Listasafnsins á Akureyri.

„Með því að bjóða upp á þetta nám vill VMA koma til móts við þá sem hafa löngun til þess að efla færni sína á ýmsum sviðum sjónlista en hafa ekki átt þess kost að sækja slíkt nám í dagskóla. Það skal undirstrikað að þetta er viðbót við það listnám í dagskóla sem hefur verið í boði í VMA til fjölda ára. Eftir sem áður verður að sjálfsögðu í boði nám í dagskóla á listnáms- og hönnunarbraut,“ segir á vef skólans.

Borghildur Ína Sölvadóttir, kennari á listnáms- og hönnunarbraut, sem hefur ásamt fleirum unnið að skipulagi og uppsetningu þessa náms, segir að verklegt nám verði sett á oddinn. Nemendur fái eins og í dagskólanum innsýn í fjölmarga og ólíka þætti í listsköpun og markmiðið sé að nemendur þeir eigin farveg og áhugasvið í sjálfstæðri sköpun. Nemendum gefist kostur á því að vinna ferlimöppur sem nýtist til umsóknar um framhaldsnám í listum og/eða hönnun á háskólastigi.

„Auk verklegra áfanga verður m.a. boðið upp á bóklega áfanga eins og t.d. listasögu og listir og menningu. Til viðbótar við ýmsa verklega áfanga sem dagskólanemendur á listnáms- og hönnunarbraut taka verða í kvöldskólanum áfangar í vöruhönnun og stafrænni vinnslu í Fab Lab,“ segir á vef VMA.

Borghildur Ína segir að miðað við fyrirspurnir um slíkt nám sé hún bjartsýn á að nægilegur fjöldi nemenda skrái sig til þess að unnt verði að ýta því úr vör á komandi hausti, haustönn 2024.

Skráning er hafin í þennan nýja kvöldskóla í listnámi og stendur til 10. júní nk. Hér er hægt að skrá sig.

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30