Fara í efni
Umræðan

Útboð á göngubrú og jöfnunarstöð við Glerá

Jöfnunarstöðin þar sem gert er ráð fyrir biðstöð fyrir SVA og landsbyggðarstrætó ásamt aðstöðu fyrir vagnstjóra. Skjáskot úr útboðsgögnum.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur auglýst eftir tilboðum í byggingu nýrrar jöfnunarstöðvar fyrir Strætisvagna Akureyrar á bakka Glerár norðan verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs, milli hringtorgs og Glerárgötu, ásamt byggingu á steinsteyptri göngubrú yfir Glerá um 50 metrum vestan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, stígagerð fyrir aðliggjandi göngu- og hjólastíga, ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.


Hér má sjá staðsetningu væntanlegrar göngu- og hjólabrúar yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut, á móts við núverandi biðstöð SVA gegnt Glerártorgi. Skjáskot úr útboðsgögnum.

Akureyri.net hefur áður fjallað um þessi áform, síðast í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar í janúar um breytingu á skipulagi á svæðinu. 

Væntanlegum bjóðendum í verkið er boðið til kynningarfundar 9. apríl, en tilboðsfrestur rennur út 15. maí.

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40

Miklu stærra en Icesave-málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 10:45

Stækkum Skógarlund!

Elsa María Guðmundsdóttir skrifar
26. mars 2025 | kl. 12:30