Fara í efni
Umræðan

Lengra lokunartímabil og nagladekk bönnuð?

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lokunartímabil Göngugötunnar verði lengt í fimm mánuði, að settar verði þungatakmarkanir og að nagladekk verði bönnuð, vegna bágs ástands yfirborðs götunnar. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar tekur jákvætt í hugmynd um að lengja tímabilið sem Göngugatan verði lokuð bílaumferð í fimm mánuði, frá 1. maí til 30. september, vegna slæms ástands yfirborðs götunnar og vegna gesta úr skemmtiferðaskipum sem hafa viðdvöl í bænum. Þá leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að settar verði þungatakmarkanir á götuna og að notkun nagladekkja verði bönnuð. Meirihluti skipulagsráðs samþykkti að fela skipulagsfulltrúa, í samstarfi við umhverfis- og mannvirkjasvið, að vinna að útfærslu þessara hugmynda.

Skipulagsráð fjallaði um þetta mál á grundvelli minnisblaðs þar sem settir eru fram nokkrir kostir varðandi tímabil á lokun gatna í miðbænum á komandi sumri, byggt á reynslu síðastliðins sumars og fyrirliggjandi óskum um stækkun lokunarsvæðis. Minnisblaðið er ekki opinberað með fundargerð ráðsins, en af bókun Sindra S. Kristjánssonar (S-lista) má ráða að stækkun lokunarsvæðis eigi við um spotta í Skipagötunni við Ráðhústorgið (sjá mynd).

Skipulagsráðið tók þó ekki afstöðu til lokunar á hluta Skipagötunnar heldur fól skipulagsfulltrúa að senda fyrirliggjandi tillögur til hagsmunaðila við götuna og óska eftir áliti þeirra. 

„Það má hafa gaman“

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista samþykkti bókun ráðsins nema bann við notkun nagladekkja. Sindri S. Kristjánsson S-lista lagði fram bókun þar sem hann kveðst styðja heilshugar áform um áframhaldandi lokun göngugötunnar og lengingu tímabilsins, en:

„Á sama tíma eru það vonbrigði að meirihlutinn sjái sér ekki á þessum tímapunkti fært að koma til móts við hugmyndir og óskir rekstraraðila að loka litlum hluta Skipagötu á sama tímabili. Sami rekstraraðili hefur ítrekað sýnt vilja sinn í verki til að glæða miðbæinn okkar lífi yfir sumarmánuðina með frumlegu viðburðahaldi utandyra þar sem komið er til móts við alla aldurshópa og fjölbreytta flóru ferðamanna,“ segir meðal annars í bókun Sindra, sem einnig bendir á að bæjaryfirvöld eigi að styðja við frumkvæði lítilla fyrirtækja sem reyna að gera bæinn skemmtilegri. „Það má hafa gaman,“ eru lokaorð Sindra í bókuninni.

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40

Miklu stærra en Icesave-málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 10:45

Stækkum Skógarlund!

Elsa María Guðmundsdóttir skrifar
26. mars 2025 | kl. 12:30