Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Karlalið Þórs í körfuknattleik tekur á móti liði Ármanns í 11. umferð 1. deildarinnar í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni og hefst kl. 19:15.
Verkefni kvöldsins hjá Þórsliðinu er verðugt því Ármenningar eru á toppi 1. deildarinnar eftir tíu umferðir, hafa unnið átta leiki og aðeins tapað tveimur. Seinni tapleikurinn kom í síðustu umferð gegn ÍA. Þórsarar eru í 8. sæti deildarinnar, hafa unnið fjóra leiki og tapað sex.