Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa
24. janúar 2025 | kl. 17:30
Karlalið Þórs í körfuknattleik fær Skagamenn í heimsókn í dag. Liðin mætast í Íþróttahöllinni á Akureyri kl. 18.
Skagamenn eru í toppbaráttu deildarinnar hafa unnið tíu leiki af 13 og sitja í 3. sætinu, með aðeins einum sigri minna en Ármann og Haukar. Þjálfari Þórs undanfarin tvö tímabil, Óskar Þór Þorsteinsson, stýrir nú liði Skagamanna, en liðið er nú á ágætis siglingu og hefur unnið fimm síðustu leiki sína.
Þórsarar eru í 7. sæti deildarinnar, hafa unnið sex leiki en tapað sjö. Fyrri leik liðanna sem fram fór á Akranesi í október lauk með öruggum 22ja stiga sigri ÍA.