Þrjú hætta eftir samtals 119 ára starf!

Þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja eða tengdum félögum í samtals 119 ár láta af störfum um áramótin. Greint er frá þessu á vef Samherja.
Þetta eru Reynir Gísli Hjaltason sem starfað hefur hjá Samherja eða tengdum félögum í 50 ár, Frosti L. Meldal sem hefur starfað hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa í 49 ár og Teresita Perez lætur af störfum eftir 20 ár hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa.
Í tilefni þessara tímamóta var efnt til kaffisamsætis þeim til heiðurs í matsal Útgerðarfélags Akureyringa.
Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja og Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu þökkuðu þeim fyrir vel unnin störf og óskuðu þeim jafnframt velfarnaðar í nýjum hlutverkum.
„Góðu heilli er starfsmannaveltan hjá okkur lítil, sem undirstrikar með skýrum hætti að þetta er góður vinnustaður og af því getum við verið stolt,“ sagði Gestur Geirsson í ávarpi í kaffisamsætinu.


Útvistun kjarasamninga

Töfrar tónlistar

Verði stórveldi með eigin her

Yfirgripsmikið þekkingarleysi
