Fara í efni
Umræðan

Þrjú hætta eftir samtals 119 ára starf!

Frá vinstri: Frosti L. Meldal, Teresita Perez og Reynir Gísli Hjaltason. Mynd af vef Samherja.

Þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja eða tengdum félögum í samtals 119 ár láta af störfum um áramótin. Greint er frá þessu á vef Samherja.

Þetta eru Reynir Gísli Hjaltason sem starfað hefur hjá Samherja eða tengdum félögum í 50 ár, Frosti L. Meldal sem hefur starfað hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa í 49 ár og Teresita Perez lætur af störfum eftir 20 ár hjá Samherja og Útgerðarfélagi Akureyringa.

Í tilefni ‏þessara tímamóta var efnt til kaffisamsætis þeim til heiðurs í matsal Útgerðarfélags Akureyringa.

Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja og Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu þökkuðu þeim fyrir vel unnin störf og óskuðu þeim jafnframt velfarnaðar í nýjum hlutverkum.

„Góðu heilli er starfsmannaveltan hjá okkur lítil, sem undirstrikar með skýrum hætti að þetta er góður vinnustaður og af því getum við verið stolt,“ sagði Gestur Geirsson í ávarpi í kaffisamsætinu.

Fleiri myndir hér á vef Samherja

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30