Fara í efni
Umræðan

Fílabeinsstrendingur til Þórs – Andri um kyrrt

Andri Fannar Stefánsson og Yann Emmanuel Affi.

Yann Emmanuel Affi, 29 ára varnarmaður frá Fílabeinsströndinni, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Þórs. Þetta var tilkynnt í gær. Þá var einnig greint frá því að Andri Fannar Stefánsson hefði framlengt samning sinn við KA út komandi sumar.

  • Affi hefur leikið stærstan hluta ferils síns í Hvíta-Rússlandi, segir í tilkynningu frá Þór og kemur þangað „frá stóru félagi þar í landi, BATE Borisov. Áður lék Affi með Torpedo BelAz, Dynamo Brest og Gomel í Hvíta-Rússlandi og varð bikarmeistari með Gomel 2022. Affi hefur einnig leikið í Finnlandi þar sem hann lék með FC Oulu í finnsku úrvalsdeildinni árið 2023,“ segir á samfélagsmiðlum Þórs.
  • Andri Fannar er 33 ára gamall miðjumaður, „uppalinn hjá KA og hefur hann nú leikið 182 leiki í deild, bikar og Evrópu fyrir KA og gert í þeim 12 mörk,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Andri hóf að leika með meistaraflokki KA sumarið 2008, en frá 2011 til 2018 lék hann með Val þar sem Andri varð hann tvívegis Íslandsmeistari og einnig bikarmeistari í tvígang. Andri sneri aftur heim fyrir sumarið 2019 og hefur leikið með KA síðan. 

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45

Ferðaþjónustufólk kemur saman

Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
15. janúar 2025 | kl. 11:15

Læknadeild við Háskólann á Akureyri?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
14. janúar 2025 | kl. 09:00

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00