Fara í efni
Umræðan

Spenna í meistaraflokki karla – Yfirburðir Andreu

Valur Snær Guðmundsson, til hægri, er efstur eftir þriðja keppnisdag á Akureyrarmótinu en Lárus Ingi Antonsson fylgir honum fast eftir eins og á myndinni, sem tekin var á Jaðarsvelli í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Valur Snær Guðmundsson er enn efstur í meistaraflokki karla á Akureyrarmótinu í golfi að loknum þriðja keppnisdegi af fjórum og Andrea Ýr Ásmundsdóttir hefur mikla yfirburði í meistaraflokki kvenna sem fyrr.

Valur Snær var þriðji eftir fyrsta keppnisdag en náði forystu í gær þegar hann lék á 72 höggum, einu höggi yfir pari Jaðarsvallar. Hann lék á fimm yfir pari í dag og hefur þriggja högga forystu fyrir lokadaginn á morgun.

Lárus Ingi Antonsson, sem var annar eftir fyrsta dag en fjórði eftir gærdaginn, er kominn í annað sætið á ný. Hann og Óskar Páll Valsson léku best allra í dag – fóru brautirnar 18 á 73 höggum, tveimur yfir pari. Óskar fór upp um tvö sæti, í það sjötta.

Örvar Samúelsson, sem hafði forystu eftir fyrsta dag og var annar eftir gærdaginn, lék á 81 höggi í dag – 10 yfir pari – og er kominn niður í fjórða sæti.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir hefur haft mikla yfirburði í meistaraflokki kvenna strax frá byrjun og næsta víst er að hún fagnar Akureyrarmeistaratili á morgun.

Efstir í meistaraflokki karla

223 – Valur Snær Guðmundsson (75 - 72 - 76)

226 – Lárus Ingi Antonsson (74 - 79 - 73)

230 – Tumi Hrafn Kúld (77 - 77 - 76)

232 – Örvar Samúelsson (73 - 78 - 81)

233 – Viðar Steinar Tómasson (77 - 76 - 80)

236 – Óskar Páll Valsson (82 - 81 - 73)

Meistaraflokkur kvenna

225 – Andrea Ýr Ásmundsdóttir (77 - 72 - 76)

248 – Lilja Maren Jónsdóttir (82 - 84 - 82)

260 – Kara Líf Antonsdóttir (84 - 93 -83)

Fyrsti keppnisdagur

Annar keppnisdagur

Andrea Ýr Ásmundsdóttir slær af teig á Akureyrarmótinu í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00