Fara í efni
Umræðan

Kylfingar púttuðu aftur á 8. flöt Nýræktar

Á árunum 1945 til 1970 spiluðu Akureyringar golf á velli sem bar nafnið Nýrækt. Þar sem völlurinn var er nú íbúðabyggð, Teigahverfið. Í gær var afhjúpað minningarskilti um golfvöllinn, staðsett við suðurenda Mosateigs. Þar hafði verið útbúin flöt með holu og flaggi, sem að vísu stæðist líklega ekki kröfur um gæði golfflata í dag, en hún dugði vel til stuttrar púttkeppni eftir athöfnina. Skiltið stendur þar sem flötin á 8. brautinni var staðsett á sínum tíma.

Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi Golfklúbbs Akureyrar, fræddi viðstödd um sögu vallarins og að lokinni afhjúpun skiltisins hélt hópurinn upp í golfskálann að Jaðri þar sem beið kakó og eitthvað fleira og áfram farið yfir sögu golfsins á Akureyri.

Á skiltinu er stuttlega sagt frá tilurð þessa golfvallar, Nýræktarinnar.

Helgi Skúlason augnlæknir (1893-1982) var mikill áhugamaður um golfíþróttina. Hann var í níu ár formaður klúbbsins og má segja að Helgi hafi verið mestur forgöngumaður um gerð þessa golfvallar og m.a. lánaði hann GA 55.000 kr. fyrir kaupum á þessu svæði árið 1945, sem kallað var Nýrækt, og var það síðan endurgreitt án verðbóta á 20 árum. Þetta land var síðan sett í makaskiptum fyrir Jaðar þannig að þáttur helga í sögu golfsins hér á Akureyri er óumdeildur.

Kosningaloforð og hvað svo?

Björn Snæbjörnsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 18:00

Hegðaði sér eins og einræðisherra

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 17:00

Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Anton Berg Sævarsson skrifar
04. nóvember 2024 | kl. 12:12

Áfram sterkar konur í leiðtogahlutverkum!

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. nóvember 2024 | kl. 17:17

Af kirkjutröppum og kammerráði

Gísli Sigurgeirsson skrifar
31. október 2024 | kl. 17:00

Flokkur fólksins er fyrir þig

Sigurjón Þórðarson skrifar
31. október 2024 | kl. 13:00