Fara í efni
Umræðan

Metfjölgun í GA og metfjöldi spilaðra hringja

Erlendir kylfingar spiluðu 340 hringi á Jaðarsvelli í sumar, sem er það þriðja mesta frá því að talningar hófust. Á Arctic Open í ár léku 49 útlendingar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Meðlimum í Golfklúbbi Akureyrar fjölgaði töluvert í sumar, um 89 nýir félagsmenn skráðu sig í klúbbinn og hafa aldrei verið fleiri nýskráningar en í ár. Þessi fjölgun gerði það einnig að verkum að met var sett í spiluðum hringjum á vellinum.

Frá því er sagt á vef GA að félagar í klúbbnum hafi spilað 21.230 hringi á tímabilinu frá 21. maí fram til 30. september, sem er fjölgun frá metárinu í fyrra þegar spilaður var 21.091 hringur á nokkuð lengra tímabili, eða frá 11. maí til 25. október. Ef miðað er við sama tímabil í fyrra og á þessu ári, frá 21. maí til 30. september voru hringirnir 19.093 í fyrra og því hartnær tvö þúsund fleiri á sama tímabili á þessu ári, sem er yfir 10% fjölgun.

Að frátöldum golfmótum spiluðu félagar í GA 6.066 hringi í júlímánuði. Að mótshringjum meðtöldum spiluðu GA-félagar samtals 23.539 hringi í sumar. Að meðaltali spiluðu klúbbfélagar rúmlega 159 hringi á dag, samanborið við 125 hringi í fyrra, 120 árið 2022, 111 árið 2021 og 108 árið 2020. 

Mótshringjum fjölgaði

Mótshringjum sem spilaðir voru á Jaðarsvelli voru ögn fleiri nú en í fyrra, alls 4.160 í ár, en voru 3.962 í fyrra. Þetta er aðeins í þriðja skiptið síðan talningar hófust árið 2014 sem mótshringir eru fleiri en 4.000 á einu ári. 

Þá hafa erlendir kylfingar heimsótt Jaðarsvöll og voru til dæmis 49 sem tóku þátt í Arctic Open í ár. Erlendir kylfingar spiluðu 340 hringi á Jaðarsvelli í sumar, sem er það þriðja mesta frá því að talningar hófust. Hringirnir voru 341 árið 2016 og 444 í fyrra.

Nánar er sagt frá þessari tölfræði og spilamennsku á Jaðarsvelli í frétt á vef Golfklúbbsins. Súluritin hér að neðan eru einnig af vef GA og sýna fjölda spilaðra hringja af klúbbfélögum, fjölda mótshringja og fjölda hringja sem erlendir kylfingar spiluðu.

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00