Veikar varnir Akureyrar
03. janúar 2025 | kl. 18:30
GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 52
Skíðamót voru haldin í Kerlingarfjöllum um verslunarmannahelgi nokkur ár í röð á sjöunda áratug aldarinnar sem leið. Þessi fallegu mynd tók Jakob Albertsson, einn stofnenda skíðaskólans í Kerlingarfjöllum, þegar mótið fór fram 1965. Það var fyrst haldið árið áður og einnig var blásið til keppni 1966 og 1967.
Magnús Guðmundsson, sú mikla íþróttakempa, þjálfaði Akureyrarstrákana og fór með hópinn í Kerlingarfjöll. Á myndinni eru frá vinstri: Ármenningurinn Tómas Jónsson, síðan koma Akureyringarnir Bergur Finnsson, Árni Óðinsson, Ingvi Óðinsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Jónas Sigurbjörnsson, þá Þorsteinn Ásgeirsson Ármenningur, Akureyringurinn Arngrímur Brynjólfsson og ÍR-ingurinn Eyþór Haraldsson.