Stelpur á Andrésar andar leikunum 1977
![](/static/news/lg/isl-6235-andres-aknetvefur.jpg)
GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 59
Margir bíða óþreyjufullir eftir því að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opnað og því er upplagt að gamla íþróttamyndin í dag sé frá upphafsárum Andrésar andar leikanna á skíðum. Í stað þess að dusta rykið enn einu seinni af skíðunum er tilvalið að lesendur rýni í myndina og athugi hvort þeir þekki stúlkurnar með nafni.
Myndin er tekin þegar leikarnir fóru fram í annað skipti, í mars 1977. Á verðlaunapallinum eru stelpur í flokki níu ára; sigurvegari varð Akureyringurinn Guðrún Jóna Magnúsdóttir og stendur hún því á efsta palli. Guðrún Jóna afrekaði það að vinna tvenn gullverðlaun fimm ár í röð; hún sigraði bæði í svigi og stórsvigi öll árin sem hún tók þátt í leikunum. Fyrst í flokki átta ára, þar sem stelpur og strákar kepptu saman og síðasta í flokki 12 ára, sem þá var elsti flokkurinn.
Ekki er ljóst hvort myndin er tekin þegar verðlaun voru veitt fyrir keppni í svigi eða stórsvigi því röð fyrstu fjögurra var sú sama í báðum greinum og eru nöfn þeirra birt í sumum fjölmiðlum.
Frá vinstri: Bryndís Viggósdóttir Reykjavík (2. sæti), Guðrún Jóna Magnúsdóttir Akureyri (1.), Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir Ísafirði (3.), Björg Eiríksdóttir Akureyri (4.). VIÐBÓT – Stúlkan lengst til hægri er Akureyringurinn Katrín Ólína Pétursdóttir, sem lenti í 5. sæti.
![](/static/news/xs/1739218488_sigurjon-thordarson-grein.jpg)
![](/static/news/xs/sunna-hlin-johannesdottir_270.jpg)
Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils
![](/static/news/xs/1738495608_1725975891_hjortur-j-gudmundsson.jpg)
Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?
![](/static/news/xs/franz-arnason.jpg)
Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa
![](/static/news/xs/1737725238_1728845606_hlin-bolladottir.jpg)
Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa
![](/static/news/xs/gunnar-og-sunna.jpg)