Fara í efni
Umræðan

Strákar á Andrésar andar leikunum 1977

Mynd úr safni Íslendings

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 60

Gamla íþróttamyndin á Akureyri.net fyrir viku var af níu ára stúlkum á verðlaunapalli á Andrésar andar leikunum á skíðum árið 1977. Leikarnir fóru þá fram í annað skipti.

Myndin vakti vægast sagt mikil viðbrögð, eins og gömlu myndirnar gera gjarnan, og því er ekki úr vegi að draga fram og birta aðra mynd frá þessum sömu leikum í dag.

Á myndinni eru strákar sem urðu í fyrstu sex sætunum í stórsvigi 11 ára. Frá vinstri: Stefán Bjarnhéðinsson Akureyri (2. sæti), Erling Ingvason Akureyri (1.), Friðgeir Halldórsson Ísafirði (3.), Gunnlaugur Þráinsson Akureyri (4.), Gunnar Svanbergsson Akureyri (5.) og Jón Vídalín Ólafsson Akureyri (6.)

Fátæktin og leiguhúsnæði

Sigurjón Þórðarson skrifar
10. febrúar 2025 | kl. 20:00

Án öflugs atvinnulífs megum við okkur lítils

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
04. febrúar 2025 | kl. 11:50

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
02. febrúar 2025 | kl. 11:15

Höfuðborgin Reykjavík og aðgengi landsbyggðarbúa

Franz Árnason skrifar
25. janúar 2025 | kl. 06:00

Sjá, þannig skal vandað til þess, sem á lengi að standa

Hlín Bolladóttir skrifar
24. janúar 2025 | kl. 17:30

Tryggjum öryggi Reykjavíkurflugvallar

Gunnar Már Gunnarsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
21. janúar 2025 | kl. 14:45