Fara í efni
Umræðan

Segir Ingu og Guðmund virðast siðblind

Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður.

Þor­steinn Hjalta­son lögmaður á Akureyri seg­ir í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag að ásak­an­ir á hend­ur Jóni bróður hans, fram­bjóðanda Flokks fólks­ins á Ak­ur­eyri í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hafi verið óljós­ar og að ekk­ert hafi verið fundið að fram­komu hans og odd­vita flokks­ins.

Þá segir Þorsteinn að formaður flokksins, Inga Sæ­land, og varaformaðurinn, Guðmundur Ingi Krist­ins­son, séu blindir á góða siði, „þ.e. virðast siðblindir.“ Þorsteinn segir slíkt yfirleitt smitast niður til undirsátanna „því ella fá þeir ekki að vera með. Ég held hins vegar að flestir aðrir sjái, að þessi framkoma er alls ekki við hæfi,“ seg­ir Þorsteinn, og að fram­ferði þeirra beri að for­dæma harðlega. Þá megi fleiri skamm­ast sín.

Málið sem vísað er til snýst um að þrjár kon­ur í Flokki fólks­ins á Akureyri sökuðu ónefnda karla­for­ystu um einelti, and­legt of­beldi og kyn­ferðis­legt áreiti.

Þor­steinn seg­ir fjöl­miðla ekki verið í nein­um vand­ræðum með að skil­greina hver „karla­for­yst­an“ væri enda hlytu það að vera karl­ar í efstu sæt­um list­ans, Brynj­ólf­ur Ingvars­son odd­viti og Jón Hjalta­son sem skipaði þriðja sætið. Þeir hafa nú báðir sagt skilið við flokk­inn en Brynjólfur situr áfram í bæjarstjórn sem óháður fulltrúi og Jón í nefndum, sömuleiðis sem óháður.

„Í sex daga var fjallað um málið og þess­ir tveir engd­ust við að reyna að verja sig gegn al­var­leg­um ásök­un­um en svo óljós­um að erfitt var að henda reiður á mál­inu og bera hönd fyr­ir höfuð sér,“ skrif­ar Þor­steinn.

Hann seg­ir að lengi hafi marg­ir þurft að þola mik­inn órétt í hljóði því ekki hafi verið hlustað ef reynt var að kvarta yfir kyn­ferðis­legu áreiti en #met­oo bylt­ing­in hafi síðan leitt til þess að þolend­ur fengu vopn í hend­urn­ar.

„Vopnið er heil­agt og ber að koma fram við það af virðingu. Það er grafal­var­legt mál þegar það er van­helgað eða slævt, og spell­virki unn­in á því, með að mis­nota það eins og gert var í þessu máli, þegar það var notað af valda­græðgi og yf­ir­gangi við póli­tísk­ar hreins­an­ir í Flokki fólks­ins. Þetta fram­ferði ber að for­dæma harðlega.“

UPPFÆRT - Akureyri.net hefur nú fengið greinina í heild til birtingar. Smellið hér til að lesa hana.

Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnum eldra fólks?

Björn Snæbjörnsson skrifar
06. janúar 2025 | kl. 12:30

Háspennulínur í lofti við íbúabyggð á Akureyri?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 16:00

„Þetta er algerlega galið“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. janúar 2025 | kl. 10:00

Veikar varnir Akureyrar

Ólafur Kjartansson skrifar
03. janúar 2025 | kl. 18:30

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00