Fara í efni
Umræðan

Brynjólfur og Jón fara hvergi

Brynjólfur Ingvarsson, bæjarfulltrúi Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, sem skipaði þriðja sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor, ætla sitja sem fastast í bæjarstjórn og nefndum Akureyrarbæjar þrátt fyrir úrsögn þeirra úr flokknum. Þetta segir Jón Hjaltason í samtali við RÚV í morgun.

Flokkurinn sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem Brynjólfur og Jón eru beðnir um að stíga til hliðar og tilkynnt að Hjörleifur Hallgríms hafi verið rekinn úr flokknum. Smellið hér til að sjá frétt Akureyri.net frá því í gærkvöldi.

„Það er vegið að okkur þarna með afskaplega óheiðarlegum hætti. Ég er búinn að gera þeim það tilboð, þessu óheiðarlega fólki, ef það dregur sínar ásakanir sínar til baka og biðst afsökunar, þá skuli ég íhuga þetta fyrir þau. Að öðrum kosti ekki,“ segir Jón við RÚV.

Jón segir við mbl.is, spurður um ástæður úr­sagn­ar­inn­ar, að hon­um hafi þótt maka­laust hvernig for­yst­an, formaður­inn Inga Sæ­land og vara­formaður­inn Guðmund­ur Ingi, hafi vegið að flokks­mönn­um. „Að það skuli ekki vera nein­ir minnstu til­b­urðir af þeirra hálfu til þess að leysa málið eða ein­hvern veg­inn að kom­ast að sann­leik­an­um í mál­inu. Þeirra fram­koma öll gekk gjör­sam­lega fram af mér. Hvernig þess­ar kon­ur hafa fengið að vaða uppi með ósann­indi og raka­laus­ar full­yrðing­ar, þetta var bara gjör­sam­lega eitt­hvað sem kom mér á óvart og var ekki viðbúið. Þetta var óþolandi fram­koma í einu orði sagt.“

Smellið hér til að sjá frétt RÚV

Smellið hér til að sjá frétt mbl.is

Bæjarfulltrúar, hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00