Bæjarfulltrúar, hugsið málið
21. desember 2024 | kl. 06:00
Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segir að það sé vanvirðing við kjósendur flokksins á Akureyri að Brynjólfur Ingvarsson, bæjarfulltrúi flokksins, og Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi ætli að halda áfram störfum sínum fyrir Akureyrarbæ, þrátt fyrir að hafa sagt sig úr flokknum.
„Mér finnst það ofsalega dapurt að þeir skuli ekki ætla að virða kjósendur okkur,“ segir Inga Sæland í samtali við fréttastofu RÚV. „12,2 prósent kusu flokk fólksins. En ég segi bara að þetta er bara alfarið þeirra ákvörðun og ég vona alla vega að hjarta þeirra slái við okkar stefnu og okkar góðu mál.“
Smellið hér til að sjá frétt RÚV.