Fara í efni
Umræðan

Orð og efndir

Málefni öryrkja og aldraðra þarf að laga í heild sinni. Það þýðir ekki fyrir stjórnmálaflokka að setja þessi mál í stefnuskrá sína fyrir alþingiskosningar og gleyma þeim svo þegar komið er í ríkisstjórn og viðurkenna ekki þegar á reynir að bæta þurfi kjör þessa fólks.

Aldraðir eru fólkið sem kom okkur hinum yngri til manns og mennta. Þau eiga betra skilið að geta framfleytt sér sómasamlega. Finnst ráðamönnum þjóðarinnar það í lagi að aldraðir búi við þau kjör að eiga ekki í sig og á? Eldri borgarar eru ekki annars flokks fólk og eiga því betra skilið. Eldra fólk sem býr eitt heima hjá sér á ekki að þurfa að líða ílla heima og vera einmana. Þetta fólk vill kannski fá að hitta fleira fólk en hefur ekki tækifæri til þess. Þessir einstaklingar komast ekki inn á hjúkrunarheimili vegna þess að þau skora ekki nógu vel í kerfinu. Þetta er ömurleg staða sem fólk er sett í.

Í samþykktum Viðreisnar kemur meðal annars fram að framboð af hjúkrunarheimilum og öðrum úrræðum skuli vera í samræmi við fyrirsjáanlega þörf. Koma verði á millistigi milli heimilis og hjúkrunarheimila og tryggja fjölbreytt búsetuúrræði fyrir eldra fólk.

Öryrkjar í landinu skipta þúsundum og þeim fjölgar því miður frekar en fækkar. Fyrir stóran hluta þessa hóps þarf aðeins að finna ný úrræði til þess að virkja hann úti á vinnumarkaði að nýju. Margir þessara einstaklinga vilja vinna og vera úti á meðal fólks en því miður held ég að ráðamenn átti sig ekki á því. Þeir öryrkjar sem ég er að tala um eru m.a. þeir sem hafa lent í slysum.

Hvað varðar mál öryrkja þá er í samþykktum Viðreisnar að tryggja öryrkjum mannsæmandi lífskjör því fólk þarf að geta lifað á þeim lífeyri sem það er að fá frá TR. Styrkja þarf atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu með aukinni starfsendurhæfingu og bættri geðheilbrigðisþjónustu.

Það sem ég vil að verði gert í málefnum öryrkja og aldraðra er að taka burt úr kerfinu krónu á móti krónu-skerðingar, því ég held að þær reki marga sem geta unnið og náð sér í auka tekjur út í svarta vinnu til þess að hafa í sig og á. Svo er það lífeyriskerfið okkar. Það þarf að skoða og bæta, því þeir sem stjórna þessum kerfum eru með peninga fólksins í landinu í höndunum en ekki sína eigin.

Sem öryrki tala ég af eigin reynslu hvað þetta varðar. Ég hef verið öryrki síðan árið 2002 eftir að flutningabíll sem ég ók fauk út af veginum í Lóni austan við Hornafjörð í vindhviðu og missti ég vinstri handlegg í slysinu. Ég hef verið heppinn að geta stundað vinnu á ýmsum stöðum eftir mitt slys og í flestum tilfellum mætt þar skilningsríku fólki. Það er hinsvegar ekki einfalt mál að sækja um vinnu þegar vinnuveitendur setja það fyrir sig að viðkomandi er bara með aðra höndina.

Að lokum vil ég vekja athygli á aðstæðum fólks sem veikist upp úr miðjum aldri og hefur skyndilega ekki í nein hús að vernda. Þetta er fólk með alzheimer eða aðra sjúkdóma. Í dag er því komið fyrir á hjúkrunarheimilum sem er ekki ásættanlegt. Það þarf að vera til húsnæði fyrir þennan hóp fólks út um allt land. Þarna verða ríki og sveitarfélög að vinna saman að úrræðum fyrir þetta fólk.

Erlingur Arason er formaður landshlutaráðs Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og skipar 11. sæti á lista flokksins við alþingiskosningarnar 25. september.

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30