Fara í efni
Umræðan

Ný drög arkitekta vegna Tónatraðar

Hin nýju drög Yrki arkitekta um deiliskipulag við Tónatröð.

Ný drög frá Yrki arkitektum um breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð voru lögð fram á fundi skipulagsráðs Akureyrar í síðustu viku.

Í hinum nýju drögum frá Yrki, sem hefur unnið hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu fyrir SS Byggir, er gert ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan við götuna en ekki fimm eins og áður í ljósi þess að Minjastofnun heimilar ekki að húsið númer 8 verði fjarlægt. Húsið er því á sínum stað í hinum nýju drögum.

Skipulagsráð samþykkti að fresta ákvörðun um framhald málsins þar til nýtt skipulagsráð hefur tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Tillaga Yrki arkitekta frá því seint á síðasta ári um deiliskipulag við Tónatröð.

Hin nýju drög Yrki arkitekta um deiliskipulag við Tónatröð.

Raunfærnimat er öflugt tæki

Helena Sif Guðmundsdóttir skrifar
04. apríl 2025 | kl. 10:00

Gefum von og söfnum rauðum fjöðrum í vængi vonarinnar

Geirþrúður Fanney Bogadóttir og Ellen Calmon skrifa
04. apríl 2025 | kl. 09:50

Að bregðast ungu fólki í við­kvæmri stöðu

Ingibjörg Isaksen skrifar
03. apríl 2025 | kl. 10:45

Fé án hirðis

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
01. apríl 2025 | kl. 13:30

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í sjávarútvegssveitarfélögum skrifar
31. mars 2025 | kl. 14:40

Miklu stærra en Icesave-málið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. mars 2025 | kl. 10:45