Lífæð landsbyggðarinnar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30
Ný drög frá Yrki arkitektum um breytingu á deiliskipulagi við Tónatröð voru lögð fram á fundi skipulagsráðs Akureyrar í síðustu viku.
Í hinum nýju drögum frá Yrki, sem hefur unnið hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu fyrir SS Byggir, er gert ráð fyrir fjórum fjölbýlishúsum vestan við götuna en ekki fimm eins og áður í ljósi þess að Minjastofnun heimilar ekki að húsið númer 8 verði fjarlægt. Húsið er því á sínum stað í hinum nýju drögum.
Skipulagsráð samþykkti að fresta ákvörðun um framhald málsins þar til nýtt skipulagsráð hefur tekið við að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Tillaga Yrki arkitekta frá því seint á síðasta ári um deiliskipulag við Tónatröð.
Hin nýju drög Yrki arkitekta um deiliskipulag við Tónatröð.