Fara í efni
Umræðan

Myrkur um miðjan dag á Alþingi

Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt.

Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða. Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við.

Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum.

Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu.

Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni.

Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum. Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum.

Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá.

Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki.

Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér.

X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn.

Haraldur Ingi Haraldsson er í 1. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september.

Lífæð landsbyggðarinnar

Stefán Þór Eysteinsson skrifar
24. nóvember 2024 | kl. 14:30

Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
23. nóvember 2024 | kl. 12:00

Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis

Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
22. nóvember 2024 | kl. 16:30

Orkumál

Jóna Björg Hlöðversdóttir skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 16:00

Hægt með krónunni?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 11:15

Kjalvegur Y

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar
22. nóvember 2024 | kl. 10:30