Fara í efni
Umræðan

MA settur stóllinn fyrir dyrnar – óhapp eða meðvituð pólitík?

Menntaskólinn á Akureyri hefur misst fjórðung nemenda og tíunda hluta fjárveitinga síðan nám til stúdentsprófs var stytt. Skólinn kemur verr út úr ferlinu hvað þetta varðar en nokkur annar bóknámsskóli á landinu.

Þetta kemur fram í athyglisverðri grein Hálfdáns Örnólfssonar, kennara og fyrrum aðstoðarskólameistara við Verkmenntaskólann á Akureyri, í grein á Akureyri.net í dag. „Samanburðurinn er sláandi“, segir Hálfdán sem borið hefur saman gögn frá sjö stærstu bóknámsskólum landsins um þróun á heimild skólanna til að taka inn nemendur skv. fjárlögum annars vegar og fjárheimildum hins vegar. Fjárheimildir reiknar hann út á föstu verðlagi með vísitölu neysluverðs.

„Hver er ástæðan fyrir þessari sérstöðu MA?“ spyr Hálfdán. MA hafi reynt að fara sömu leið og aðrir skólar, að fjölga innrituðum nemendum og halda þannig betur í fjárveitingar, en ekki fengið. 

„Er hér um að ræða eitthvert óhapp í ráðuneytinu við meðhöndlun á brothættu reiknilíkani eða er þetta meðvituð pólitík? Er verið að hanna atburðarás?“ spyr Hálfdán.

Smellið hér til að lesa grein Hálfdáns.

Bæjarfulltrúar, ­hugsið málið

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. desember 2024 | kl. 06:00

Jólagjöfin handa tónlistarskólanum

Ólafur Kjartansson skrifar
20. desember 2024 | kl. 06:00

Fögur fyrirheit en fátt um efndir

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
19. desember 2024 | kl. 10:00

„Nei“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:10

Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga

Stjórnarskrárfélagið skrifar
06. desember 2024 | kl. 12:00

Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta og létta byrði

Jens Garðar Helgason skrifar
29. nóvember 2024 | kl. 06:00